Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. janúar. 2016 10:27

Flótti frá landinu þrátt fyrir hagvöxt

Á síðustu 55 árum, eða frá árinu 1961 til ársins 2015, hafa gengið yfir átta tímabil þar sem Íslendinga brottfluttir frá landinu hefur verið fleiri en aðfluttir. Helstu ástæður brottflutnings á þessu tímabili hefur mátt rekja til efnahags- og atvinnulegra ástæðna á borð við brotthvarf síldarinnar, óðaverðbólgu og mikið atvinnuleysi. Könnun Alþýðusambands Íslands leiðir hins vegar nú í ljós að Íslendingar flytja frá landinu þrátt fyrir að hagvöxtur sé 3,2% og verðbólga í sögulegu lágmarki, eða 1,8%. Þannig fylgir brottflutningur umfram aðflutta ekki þeirri þróun sem rekja má til helstu áhrifaþátta í efnahags- og atvinnulífi.

„Tímabilið 2014-2015 sker sig hins vegar úr, þar sem ekki eru fyrir hendi hefðbundnar efnahagslegar forsendur fyrir auknum brottflutningi, þ.e. fólk flutti burt þrátt fyrir efnahagslegan uppgang,“ segir í skýrslu ASÍ. „Þeir brottflutningar sem fylgdu í kjölfar hrunsins tóku enda 2013 þegar vinnumarkaður fór að rétta úr kútnum og störfum tók að fjölga. Uppgangur í ferðaþjónustu var þá orðinn megindrifkraftur í fjölgun starfa, bæði með beinum hætti ásamt fjölgun afleiddra starfa t.d. í verslun, veitingum og hótelbyggingum. Sú þróun hefur haldið áfram undanfarin tvö ár auk þess sem efnahagsleg skilyrði hafa batnað. Kaupmáttur hefur vaxið, verðbólga hefur lækkað og atvinnuhorfur eru góðar. Bætt efnahagsleg skilyrði hafa hinsvegar ekki dregið úr brottflutningi Íslendinga, heldur þvert á móti hefur hann aukist undanfarið.“

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is