Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. janúar. 2016 10:45

Leggja til stofnun umboðsmanns flóttamanna

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir alþingismaður í NV kjördæmi og fimm aðrir þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að innanríkisráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra verði falið að hefja undirbúning að stofnun embættis umboðsmanns flóttamanna á Íslandi. „Undirbúningur verði hafinn með því að kanna kosti og þörf á að stofna sérstakt embætti umboðsmanns flóttamanna. Ráðherra geri Alþingi grein fyrir niðurstöðum könnunarinnar með skýrslu fyrir lok yfirstandandi löggjafarþings,“ segir í tillögunni.

Í greinargerð með þingsályktuninni segir að fordæmalaus fjölgun hafi að undanförnu orðið á umsóknum um alþjóðlega vernd hér á landi, eða 85% aukning miðað við sama tíma í fyrra. „Samhliða hafa ítrekað komið upp mál þar sem hörð gagnrýni hefur komið fram vegna málsmeðferðar þeirra flóttamanna sem leita hælis á Íslandi. Sú gagnrýni hefur bæði beinst að löngum afgreiðslutíma, aðstæðum hælisleitenda meðan þeir bíða úrlausnar um hælisumsókn sína og loks endanlegri ákvörðun um synjun eða samþykkt þess að þeir fái hér hæli. Ásakanir hafa komið fram um að brotið sé á mannréttindum hælisleitenda, mannúðarsjónarmið verið sniðgengin og svo framvegis.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is