Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. janúar. 2016 02:51

Færri komust að en vildu í Söngbræðraveislu

Karlakórinn Söngbræður hélt sína árlegu sviða- og hrossakjötsveislu í félagsheimilinu Logalandi í gærkveldi. Að venju var hlaðborð með söltuðu hrossakjöti og sviðum frá Kópaskeri ásamt meðlæti. Til að næra andann var svo boðið upp á söng og skemmtun fyrir og eftir borðhald. Vegna mikillar aðsóknar undanfarin ár var ekki gestakór að þessu sinni til að sem flestir héraðsbúar gætu sótt skemmtunina. Engu að síður var uppselt á tónleikana og langur biðlisti. Þétt var því setið í húsinu og áætlað að um 300 manns hafi verið á svæðinu. Stjórnandi Söngbræðra er Viðar Guðmundsson, Heimir Klemenzson spilaði undir á píanó auk þess sem Bjarni Guðmundsson strauk gítarstrengi og Guðbjartur Björgvinsson þandi kviðspilið, harmónikkuna. Að endingu brustu svo allir viðstaddir í fjöldasöng.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is