Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. janúar. 2016 03:04

Snæfell í undanúrslit bikarsins en Skallagrímur úr leik

Þessa dagana standa yfir átta liða úrslit Powerade-bikars karla og kvenna í körfuknattleik, þar sem þrjú Vesturlandslið eru meðal þátttakenda.

 

Leikið var í átta liða úrslitum kvenna um helgina. Í gær mættust Íslandsmeistarar Snæfells og Valur á Hlíðarenda í Reykjavík.

Eftir erfiða byrjun náði Snæfell forystunni um miðjan fyrsta leikhluta og lét hana aldrei af hendi. Gestirnir úr Stykkishólmi höfðu tíu stiga forskot í leikhléi og unnu jafnt og þétt að því að breikka bilið milli liðanna í síðari hálfleikinn. Þegar flautað var til leiksloka var munurinn orðinn 20 stig. Lokatölur urðu 58-78 og Snæfell þar með komið í undanúrslit bikarsins. Haiden Palmer fór fyrir liði Snæfells í leiknum. Hún skoraði 20 stig og tók níu fráköst. Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði tólf stig og Bryndís Guðmundsdóttir tíu.

 

Skallagrímur féll úr leik

Á laugardag háði Skallagrímur hetjulega baráttu gegn úrvalsdeildarliði Keflavíkur suður með sjó. Leikmenn Skallagríms fylgdu Keflvíkingum eins og skugginn allan leikinn. Það var ekki fyrr en á endasprettinum að heimaliðið stakk af, vann 24 stiga sigur, 93-69 og batt þar með endi á þátttöku Skallagríms í bikarnum. Sólrún Sæmundsdóttir skoraði 20 stig og tók átta fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði einnig 20 stig og tók fimm fráköst og Erikka Banks skoraði 20 stig og tók níu fráköst.

 

Áhugasömum er bent á að í kvöld, mánudaginn 11. janúar, fer fram leikur Skallagríms og Grindavíkur í átta liða úrslitum karla. Leikurinn hefst kl.19:15 og verður spilaður í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is