Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. janúar. 2016 10:23

Tímabundinn afsláttur af fráveitugjöldum í Borgarbyggð felldur niður

Nú um áramótin fellur niður 30% afsláttur sem viðskiptavinir fráveitu Veitna, dótturfélagags Orkuveitu Reykjavíkur, í Borgarbyggð hafa notið frá árinu 2011. Afslátturinn var veittur tímabundið, meðan á frestun fráveituframkvæmda í sveitarfélaginu stóð. Þær hófust að nýju á síðasta ári og á að ljúka fyrir árslok 2016. Í tilkynningu frá OR kemur fram að á næstu dögum muni viðskiptavinum fráveitu Veitna berast álagningarseðlar vatns- og fráveitugjalda vegna ársins 2016. Langflestir seðlanna eru einungis birtir rafrænt. Eldri borgarar fá áfram sendan álagningarseðil í pósti. Greiðslum er dreift á níu mánuði ársins, þar sem engin greiðsla er í janúar, nóvember og desember.

„Þegar OR tók við fráveitum Reykjavíkur, Akraness og Borgarbyggðar árið 2006, varð það niðurstaða sveitarstjórnanna þriggja að gjaldskrá yrði hærri í Borgarbyggð. Sú hækkun sem birtist íbúum Borgarbyggðar núna er því til komin vegna þess að samþykkt um tímabundna lækkun er að falla úr gildi og við tekur upphaflega samþykkt gjaldskrá fráveitu. Afsláttinn af fráveitugjöldum í Borgarbyggð má rekja til vorsins 2011, þegar eigendur og stjórn OR samþykktu Planið, áætlun til að bregðast við fjárhagsvanda fyrirtækisins. Hluti þess var að fresta fráveitukvæmdum á Akranesi, Kjalarnesi og í Borgarbyggð til áranna 2015-2016. Til að koma til móts við íbúa Borgarbyggðar var samþykkt að íbúar í Borgarbyggð greiddu tímabundið sama fráveitugjald og íbúar Akraness og Reykjavíkur, eða út árið 2015,“ segir í tilkynningu.

Þá segir að nú þegar hafi verið teknar í notkun fjórar lífrænar hreinsistöðvar í uppsveitum Borgarfjarðar; á Bifröst, Hvanneyri, Varmalandi og í Reykholti. Þá hefur mikið verið unnið í lagnakerfi fráveitunnar í Borgarnesi. Fyrir árslok verður ný hreinsistöð í Brákarey gangsett. Þar með lýkur uppbyggingarverkefninu og öllu skólpi frá Borgnesingum verður eftir það veitt hreinsuðu út í sjó, í samræmi við umhverfiskröfur.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is