Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. janúar. 2016 11:58

Íbúasamtökin vilja stofna sjálfstæðan grunnskóla á Hvanneyri

Íbúasamtök Hvanneyrar sendu í morgun formlegt erindi til sveitarstjórnar Borgarbyggðar með ósk um samþykki fyrir stofnun sjálfstætt starfandi grunnskóla á Hvanneyri. Óskað er eftir að sveitarstjórn taki erindið til afgreiðslu á fundi sínum fimmtudaginn 14. janúar svo að í kjölfarið megi senda það áfram til menntamálaráðuneytisins til afgreiðslu. Íbúarnir vilja leigja eða jafnvel kaupa núverandi skólahús Grunnskóla Borgarfjarðar á Hvanneyri og stofna einkaskóla um reksturinn eins og heimilt er í lögum að undangengnu samþykki viðkomandi sveitarstjórnar. Farið er fram á að sveitarfélagið greiði sem nemur 75% af áætluðum kostnaði per nemanda. Íbúar á Hvanneyri og nágrenni gera þar með ráð fyrir að sveitarfélagið geti með þessu móti sparað enn meira en stefnt var að með því að skólinn verði lagður niður og börnum ekið í skóla í Borgarnes eða á Kleppjárnsreyki. Í hugmyndum íbúa er gert ráð fyrir að á fyrsta skólaári verði fimm yngstu bekkjardeildum kennt, en þeim fjölgi og verði sjö frá og með skólavetrinum 2018-2019.

 

 

Í erindinu segir: „Íbúasamtök Hvanneyrar og nágrennis óska eftir að sveitarstjórn Borgarbyggðar veiti leyfi til reksturs sjálfstætt starfandi skóla á Hvanneyri og samþykki árlegt fjárframlag sem svarar 75% af reiknuðu meðaltali heildar rekstrarkostnaðar á nemanda skv. útreikningi Hagstofu Íslands á hverju ári. Íbúar á Hvanneyri og nágrenni þess telja mjög mikilvægt að starfræktur verði skóli á svæðinu þannig að nemendur á Hvanneyri og nágrenni geti sótt skóla sem næst heimili sínu. Fyrir liggur að íbúar lýstu yfir miklum stuðningi við rekstur á sjálfstætt starfandi skóla á Hvanneyri í leynilegri íbúakosningu sem fram fór 17. september 2015. Það er trú Íbúasamtaka Hvanneyrar og nágrennis að sjálfstætt starfandi skóli laði að sér nemendur og fólk til svæðisins. Þannig er stofnun skólans um leið samfélagslegt verkefni.“

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is