Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. janúar. 2016 01:59

Erindi íbúasamtakanna tekið fyrir í byggðaráði í næstu viku

Eins og greint var frá í Skessuhorni sendu Íbúasamtök Hvanneyrar erindi í gærmorgun til sveitarstjórnar Borgarbyggðar með ósk um samþykki fyrir því að starfrækja sjálfstætt starfandi skóla á Hvanneyri. Vilja íbúasamtökin taka við rekstri grunnskóla á staðnum og leigja eða jafnvel kaupa skólahús Andakílsskóla. Í samtali við forsvarmenn samtakanna í Skessuhorni í gær kom fram að íbúar væntu þess að erindi þeirra yrði tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar sem er á dagskrá á morgun, fimmtudaginn 14. janúar. Því neitar Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri í samtali við blaðamann í dag og segir að slík afgreiðsla væri í mótsögn við hefðbundið verklag hjá sveitarfélaginu. „Erindi sem berast til sveitarfélagsins eru tekin til efnislegrar umfjöllunar í byggðaráði eða nefndum sveitarfélagsins eftir atvikum og þannig berast þau með fundargerðum til umfjöllunar og endanlegrar afgreiðslu í sveitarstjórn. Í samþykktum sveitarfélagsins er í 10. grein sérstaklega tiltekið hvað skuli taka á dagskrá sveitarstjórnarfunda. Þar á meðal eru lögákveðnar kosningar, fundargerðir byggðaráðs, nefnda og ráða og fleira. Þá getur sveitarstjóri og eða forseti sveitarstjórnar ákveðið að taka á dagskrá önnur mál sem falla undir verksvið sveitarstjórnar,“ segir Kolfinna.

 

 

Þá segir hún jafnframt að sveitarstjórnarfulltrúi geti óskað eftir því að tekin séu önnur mál á dagskrá sem falla undir verksvið sveitarstjórnar og skal þá tilkynna það með tveggja daga fyrirvara. Einnig er til sérstök heimild í 15. grein sem segir að til að leita afbrigða og taka mál á dagskrá sé þess ekki getið í fundarboði enda samþykki 2/3 viðstaddra sveitarstjórnarmanna þau afbrigði. „Það er mikilvægt að mál fái efnislega umfjöllun og séu tekin til meðferðar í byggðaráði og eða nefndum sveitarfélagsins eftir atvikum áður en þau fara fyrir sveitarstjórn og þetta tiltekna mál verður tekið fyrir í byggðaráði í næstu viku,“ segir Kolfinna Jóhannesdóttir. Fundur byggðaráðs Borgarbyggðar verður fimmtudaginn 21. janúar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is