Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. janúar. 2016 09:01

„Oft talað um að fólk hlaupi frá vandamálum en ég hleyp í gegnum þau“

„Um þriðjungur þeirra sem mættu, hlaupa nú þegar. Hitt er fólk sem langar eða ætlar sér að byrja að hlaupa,“ segir Auður H. Ingólfsdóttir, hlaupari og lektor, í samtali við Skessuhorn. Hún hélt á dögunum fyrirlesturinn „Frá mílu til maraþons“ fyrir fullum sal á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi. Þar rakti hún sögu sína frá því hún hóf að hlaupa fyrir rétt rúmum fimm árum síðan og til dagsins í dag. „Ég byrjaði að hlaupa árið 2010, sem er einmitt árið sem ég varð fertug,“ segir hún. „Ég var þá komin heim til Íslands eftir að hafa starfað sem friðargæsluliði á vegum íslensku friðargæslunnar bæði á Sri Lanka og Balkanskaga. Ég þjáðist af áfallastreitu, var í vondu andlegu og líkamlegu ástandi, var of þung og fannst ekki gaman að verða fertug,“ bætir Auður við.

 

 

Að sumrinu heimsótti hún bróður sinn til Kanada og vill eigna honum upphafið að hlaupaferli sínum. „Hann dró mig í einnar mílu hlaup meðan ég var þarna úti. Ég lét til leiðast og hélt ég myndi deyja,“ segir hún og brosir. En eftir einnar mílu hlaupið kviknaði einhver neisti innra með henni. „Ég rammaði þarna inn næstu fimm ár og hugsaði með mér að ég ætlaði mér ekki að vera á sama stað þegar ég yrði 45 ára,“ segir Auður „og það er eiginlega þarna strax eftir míluhlaupið sem ég fer að hugsa um að hlaupa maraþon einn daginn, eins fáránlega og það hljómar,“ bætir hún við og brosir.

 

Sjá viðtal við Auði í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is