Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. janúar. 2016 11:01

Himinlifandi með nýjan Gullhólma

Línubáturinn Gullhólmi SH 201 var afhentur síðastliðið haust sem nýsmíði frá bátasmiðjunni Seiglu til útgerðarinnar agustson ehf. í Stykkishólmi. Báturinn hefur nú stundað veiðar um ríflega þriggja mánaða skeið. Fyrst var hann á veiðum undan Norðurlandi en í desember var skipt yfir á veiðislóðirnar vestanlands út af Snæfellsnesi. Báturinn er í flokki smábáta og stundar veiðar með beitningarvél. „Þetta er snilld. Ég er mjög ánægður með bátinn sem er miklu líkari stærri bát heldur en trillu. Allar hreyfingar í honum eru þannig og hann veltur ekki neitt. Við erum nú búnir að nota hann við ýmsar aðstæður í þrjá mánuði og gengið mjög vel. Það hefur ekki verið neitt vesen og allur búnaður virkað frá upphafi eins og til stóð. Þetta er allt mjög vel gert frá hendi þeirra sem smíðuðu bátinn og settu í hann búnaðinn,“ segir Pétur Erlingsson skipstjóri.

 

Nánar er rætt við Pétur í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is