Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. janúar. 2016 05:26

Líkamsleitarmál sent til héraðssaksóknara

Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur sent frá sér tilkynningu vegna máls sem snertir líkamsleit á 16 ára stúlku, sem framkvæmd var í fangaklefa á Akranesi í ágúst síðastliðnum. Í frétt Fréttablaðsins 12. janúar segir um málavöxtu að stúlkan hafi verið í hópi ungmenna á leið frá Snæfellsnesi til Reykjavíkur þegar lögreglan hafi handtekið hópinn og fært til yfirheyrslu. Stúlkan var færð í fangaklefa ásamt annarri stúlku og þar var framkvæmd líkamsleit á henni. Í fréttinni segir að hvorki hafi foreldrar stúlkunnar verið kallaðir til né fulltrúar barnaverndaryfirvalda og hefur lögmaður stúlkunnar stefnt íslenska ríkinu vegna atviksins. Í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Vesturlandi í gær vegna málsins kveðst hann hafa tekið málið til sérstakrar skoðunar. Í tilkynningu í dag segir auk þess: „Lögreglustjóri telur að ekki hafi verið rétt staðið að framkvæmd lögreglustarfa í umrætt sinn og hefur því sent málið til embættis héraðssaksóknara til meðferðar.“  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is