Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. janúar. 2016 08:01

Samstarfsamningur um afreksíþróttasvið FVA formlega undirritaður

Síðastliðinn fimmtudagsmorgun undirrituðu fulltrúar Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, Íþróttabandalags Akraness og Akraneskaupstaður formlegan samstarfssamning um afreksíþróttasvið FVA. Síðastliðið vor kom FVA á koppinn sérstöku afreksíþróttasviði við skólann. Stendur það til boða nemendum af öllum brautum skólans sem vilja stunda íþróttir af kappi samhliða námi og uppfylla ákveðin skilyrði. „Afreksíþróttasvið FVA er fyrir nemendur sem vilja stunda sína íþrótt með álagi afreksmanna samhliða námi. FVA og ÍA munu hafa samráð um að iðkendur í verkefninu nái tilskildum árangri bæði á afreksíþróttasviðinu og í hefðbundnu námi. Forsenda fyrir námi á afreksíþróttasvið er háð því að FVA samþykki skólavist viðkomandi nemanda. Kröfur sem gerðar til nemenda á afreksíþróttasvið FVA eru að nemandinn hafi stundað íþrótt sína í nokkur ár og vera virkur iðkandi í íþróttafélagi, sé vímuefnalaus íþróttamaður/íþróttakona, geti tileinkað sér hugarfar og lífsstíl afreksíþrótta, geti staðist eðlilega námsframvindu og ljúka u.þ.b. 15-19 einingum á önn ásamt því að hafa a.m.k. 95% skólasókn í öllum námsgreinum í FVA.“

Akraneskaupstaður leggur til samstarfsins afnot af íþróttamannvirkjum og Íþróttasamband Íslands leggur til námsefni sem tengist þjálfun íþróttafólks. Þjálfunin sjálf er svo í höndum þjálfara hjá aðildarfélögum ÍA. Nemendum á afreksíþróttasviða býðst að leggja stund á badminton, fimleika, knattspyrnu, körfuknattleik, keilu og sund. Almennt er æft á skólatíma tvisvar sinnum í viku auk þrekæfinga og annarrar fræðslu sem tengist viðkomandi íþrótt. Viðtökur nemenda hafa verið góðar frá því byrjað var á verkefninu. Á síðustu haustönn lögðu 46 nemendur stund á nám á afreksíþróttasviði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is