Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. janúar. 2016 06:01

Harma að ekki hafi verið tekið tillit til ábendinga

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar er ekki ánægð með að Umhverfisstofnun skuli hafa hunsað athugasemdir og ábendingar sem sveitarstjórnin gerði varðandi nýtt starfsleyfi og stækkun álvers Norðuráls á Grundartanga. Umhverfisstofnun samþykkti þetta rétt fyrir síðustu jól.

 

Tilkynning frá stofnuninni um þetta var tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar 12. janúar síðastliðinn. Þar var eftirfarandi bókað: „Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar harmar að Umhverfisstofnun hafi ekki tekið tillit til fjölmargra réttmætra ábendinga og athugasemda sveitarfélagsins varðandi útgáfu starfsleyfis til Norðuráls á Grundartanga sem stofnunin gaf út þann 18. desember sl.

 

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar fagnar því að starfsemi Norðuráls séu, þrátt fyrir fyrirhugaða framleiðsluaukningu, settar skorður um losun mengandi lofttegunda. Þetta atriði er í samræmi við stefnumörkun og skipulagsáætlanir Hvalfjarðarsveitar um að losun mengandi lofttegunda á iðnaðarsvæðinu á Grundartanga verði ekki aukin.“

 

Þessi bókun var samþykkt með sex atkvæðum sveitarstjórnarfulltrúanna Björgvins Helgasonar oddvita, Hjördísar Stefánsdóttur, Jónellu Sigurjónsdóttur, Daníels Ottesen, Brynju Þorbjörnsdóttur og Björns Páls Fálka Valssonar. Sjöundi fulltrúinn, Stefán Ármannsson, sat hjá.

 

Sveitarstjórnin hafði í október síðastliðinn afgreitt ítarlegar athugasemdir til Umhverfisstofnunar í umsögn vegna nýs starfsleyfis og fyrirhugaðrar stækkunar álversins. Þar voru meðal annars settar fram kröfur um minni flúormengun, lýst efasemdum um réttmæti og trúverðugleika þess að álverið hefði sjálft eftirlit með eigin mengun og fullyrt að viðbragðsáætlun við mengunarslysum væri loðin. Stækkun álversins hefur verið umdeild og meðal annars hefur Umhverfisvaktin við Hvalfjörð sent frá sér harðorð mótmæli vegna hennar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is