Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. janúar. 2016 06:01

Mannamót í ferðaþjónustu verður á morgun

Á morgun, fimmtudaginn 21. janúar milli klukkan 12 og 17 verður Mannamót markaðsstofanna haldið í flugskýli flugfélagsins Ernis við Reykjavíkurflugvöll. Tilgangur viðburðarins er sem fyrr að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustuaðilum í höfuðborginni og mynda tengsl þar á milli. Í tilkynningu frá markaðsstofum landshlutanna segir að markmið viðburðarins sé meðal annars „að vinna að dreifingu ferðamanna um landið allt og efla uppbyggingu heilsársferðaþjónustu.“

Sífellt meiri áhersla er lögð á að dreifa ferðamönnum betur um landið, meðal annars í nýrri ferðamálastefnu sem ráðherra ferðamála kynnti á haustmánuðum. Er það gert til að draga úr þeim árstíðarbundnum sveiflum sem einkennt hafa ferðaþjónustu, ekki síst á landsbyggðinni. Sérstök áhersla verður því lögð á vetrarferðamennsku á Mannamóti í ár.

 

 

Eins og undanfarin ár mun fjöldi fyrirtækja á Vesturlandi senda fulltrúa sína á samkomuna til að kynna sína starfsemi og mynda tengsl við ferðaskrifstofur og önnur fyrirtæki í greininni. „Af þeim 180 ferðaþjónustufyrirtækjum sem taka þátt í ár munu rúmlega 30 fyrirtæki af Vesturlandi senda fulltrúa sína á Mannamót,“ segir Kristján Guðmundsson, forstöðumaður Markaðsstofu Vesturlands, í samtali við Skessuhorn. „Þátttaka fyrirtækja í landshlutanum hefur almennt verið góð og þau hafa almennt góða reynslu af viðburðinum,“ bætir hann við.

 

Auðvitað er það undir hverju fyrirtæki komið hve vel gengur að mynda tengsl við ferðaskrifstofur og selja sína vöru, en næg tækifæri ættu þó að gefast til slíks þar sem ferðaskrifstofur eru duglegar að senda starfsfólk sitt á viðburðinn. „Við höfum haft spurnir af því að ein stærsta ferðaskrifstofan í Reykjavík ætli að senda 150 starfsmenn sína á Mannamót til að kynna sér starfsemi ferðaþjónustufyrirtækja á landsbyggðinni,“ segir Kristján.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is