Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. janúar. 2016 09:01

Hestaferðirnar veita þeim mikla ánægju - í Oddsstaðaheimsókn

Á Oddsstöðum í Lundarreykjadal í Borgarfirði er rekið glæsilegt bú. Þar er stunduð hrossarækt, tamningar og ferðaþjónusta á íslenska hestinum og einnig verður boðið upp á reiðkennslu í vetur. Einnig er stunduð sauðfjárrækt og skógrækt á Oddsstöðum. Það eru hjónin Sigurður Oddur Ragnarsson og Guðbjörg Ólafsdóttir sem hafa rekið búið síðan þau tóku við af foreldrum hans árið 1984. „Ég er þriðji ættliður hér á Oddsstöðum af minni fjölskyldu. Reyndar hef ég ekki búið hér alla tíð. Ég fór nú í skóla, var í Menntaskólanum á Laugavatni og fór svo í Bændaskólann á Hvanneyri í búfræði og svo í búvísindadeild. Síðan hélt ég til Svíþjóðar og lærði líffæra- og lífeðlisfræði í tvö ár við Dýralæknaháskólann þar í landi. Þá var ég að skoða hreyfingarfræði íslenska hestsins, gangtegundirnar. Þau fræði byggjast á líffæra- og lífeðlisfræðinni. Svo kom ég heim og fór að kenna við grunnskólann í Borgarnesi og var tvö ár kennari við Bændaskólann á Hvanneyri,“ segir Sigurður. Reyndar er hann oftast kallaður Oddur og við höldum því hér í þessu spjalli.

 

Rætt er við Odd og Guðbjörgu eiginkonu hans í ítarlegu og fróðlegu viðtali í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is