Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. janúar. 2016 09:01

„Það verður enginn almennilegt skáld nema hafa verið á sjó“

Símon Sigurmonsson í Görðum á Snæfellsnesi sendi fyrir jólin frá sér ljóðabókina Hafið, tíminn og vegurinn. Inniheldur bókin safn ljóða sem að hluta til komu út í bókinni Myndum, sem hann sendi frá sér í byrjun síðasta árs, auk fjölda viðbóta. Símon kveðst vera tiltölulega nýbyrjaður að yrkja. Blaðamanni verður á orði að hann sé þá í raun ungskáld, þrátt fyrir að vera kominn yfir áttrætt. Símon brosir og segir að vel megi svo að orði komast en leggur áherslu á að nokkrum þáttum verði menn að búa að til að geta sett saman frambærilegan texta.

„Gott vald á íslensku máli og réttritun, hana verða menn að kunna,“ segir hann. Mestu máli skipti þó að búa að lífsreynslu. „Það verður enginn almennilegt skáld nema hafa verið á sjó,“ segir Símon og bætir því við að einnig þurfi skáld að hafa kynnst mannlegum breyskleika. Þeir sem hafi alltaf átt góða granna og aðeins kynnst góðu fólki hafi ekki kynnst neinu. Að lokum þurfi skáld gott innræti. „Gildir það bæði um skáldin og í lífinu almennt,“ segir hann.

 

Nánar er rætt við Símon í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is