Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. janúar. 2016 09:01

Ætlar að þjálfa hunda á Akranesi

Skagamærin Ína Sigrún Rúnarsdóttir útskrifaðist nýverið sem hundaþjálfari. Hún hefur lengi haft áhuga á hundum og segir þá sitt helsta áhugamál í dag. „Ég á sjálf einn labrador, sem er fyrsti hundurinn sem ég á ein. En pabbi minn átti alltaf hunda þegar ég var yngri,“ segir Ína í samtali við Skessuhorn. Hún segist hafa frétt af náminu þegar hún var í starfskynningu á dýralæknastofu og sótt um í framhaldinu. „Ég lærði hjá skóla sem heitir Hundastefnan en kennararnir þar lærðu í Bretlandi og hafa fært það nám yfir til Íslands. Þetta alveg nýtt nám en samt útskrifaðist ég með öðrum og síðasta hópnum,“ segir Ína Sigrún. Ísland er víst of fámennt til að hægt sé að útskrifa fjölda hundaþjálfara. Því voru einungis tveir hópar sem luku námi til að byrja með. „Við sem kláruðum vinnum núna undir Hundastefnunni og notum sömu hugmyndafræði og er kennd þar. Þetta eru allt jákvæðar þjálfunaraðferðir sem við notum,“ bætir hún við.

Veitir ýmsa ráðgjöf

Hundaþjálfaranámið er lotunám sem kennt er á einu ári, eina helgi í mánuði. Að sögn Ínu er námið bæði verklegt og bóklegt. „Maður reynir að læra allt um hunda. Námið skiptist í tvo hluta og eftir fyrri hluta eru valdir úr þeir sem komast áfram. Verklega námið snýst um að fylgjast með okkar hundum. Að læra merkjamál hunda og samskipti þeirra. Undir lokin vorum við svo farin að veita ráðgjöf undir leiðsögn kennara,“ útskýrir Ína. Hún segir að hundaþjálfarar bjóði svo upp á ýmis námskeið fyrir hundaeigendur, sem og atferlisráðgjöf og hvolparáðgjöf. „Eins ef fólk er forvitið um eitthvað sem tengist hundum, þá get ég gefið svör. Ég kem í tvær heimsóknir og veiti símatíma. Svo fylli ég út skýrslu með þeim upplýsingum sem farið var yfir og úrlausnum.“ Hún segir Hundastefnuna bjóða upp á leikjanámskeið, lífsleikninámskeið og hvolpanámskeið á höfuðborgarsvæðinu en hún stefnir á að halda einnig námskeið á Akranesi. „Ég er núna að skipuleggja taumgöngunámskeið sem verður í febrúar - mars. Svo verð ég vonandi með leikja- og hvolpanámskeið í framtíðinni. En þeir sem vilja fá frekari upplýsingar geta farið inn á hundastefnan.is eða sent mér tölvupóst á ina@hundastefnan.is,“ segir hundaþjálfarinn Ína Sigrún.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is