Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. janúar. 2016 06:01

Norðurálsmótinu flýtt um viku vegna EM

Stjórn Knattspyrnufélags ÍA hefur ákveðið að hinu árlega Norðurálsmóti polla í knattspyrnu verði flýtt um eina viku næsta sumar. Í stað þess að mótið hefði átt að fara fram um þjóðhátíðarhelgina verður það nú dagana 10.-12. júní. Að sögn Magnúsar Guðmundssonar formanns KFÍA er ástæðan Evrópumeistaramótið í knattspyrnu sem hefst í Frakklandi 14. júní. Beiðni um færslu Norðurálsmótsins barst frá nokkrum íþróttafélögum sem töldu erfitt að manna ferð á Akranes vegna þess hversu margir hyggjast verða í Frakklandi á þessum tíma. Magnús segir í samtali við Skessuhorn að búið sé að hafa samband við öll félögin sem sent hafa lið til keppni undanfarin ár og býst hann ekki við neinum forföllum utan eitt félag sem ekki á heimangengt þessa helgi. Í stað þess er von á heimsókn knattspyrnuliðs frá Grænlandi sem í fyrsta skipti verður nú gestalið á Norðurálsmóti. Magnús segir að sem fyrr gæti tilhlökkunar hjá foreldrum og aðstandendum KFÍA vegna Norðurálsmótsins. „Það er okkur afar þýðingarmikið að vel takist til með Norðurálsmót því það er orðið okkar stærsta fjáröflun. Afrakstur af mótinu er nýttur til að byggja upp yngri flokkastarfið hjá okkur.“

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is