Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. janúar. 2016 10:41

Snæfellskonur í úrslit bikarkeppninnar

Í gær var leikið í undanúrslitum Powerade-bikarkeppni kvenna í körfuknattleik. Snæfell hafði eitt Vesturlandsliða tryggt sér þátttökurétt í undanúrslitum bikarsins og mætti Keflavík suður með sjó. Heimakonur byrjuðu leikinn af miklum krafti. Varnarleikur þeirra var mjög ákveðinn, þær voru fastar fyrir og virtust slá leikmenn Snæfells út af laginu. Eftir fyrsta leikhlutann munaði tíu stigum á liðunum. En Snæfellskonur er ógnarsterkar og komust snarlega inn í leikinn aftur. Þegar flautað var til leikhlés höfðu þær minnkað forskot Keflvíkinga í aðeins tvö stig, 33-31.

 

Snæfellskonur mættu mjög ákveðnar til síðari hálfleiks, þéttu varnarleikinn og gerðu Keflvíkingum erfitt fyrir. Forystunni náðu þær loks undir lok þriðja leikhluta og létu hana aldrei af hendi eftir það. Þær gerðu allt rétt á lokamínútum leiksins og unnu að lokum tíu stiga sigur, 64-74.

 

Haiden Palmer var atkvæðamest í liði Snæfells með 31 stig og fimm fráköst. Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði 15 stig og tók sjö fráköst og Bryndís Guðmundsdóttir skoraði 14 stig gegn uppeldisfélagi sínu.

Sigurinn tryggði Snæfellskonum sæti í úrslitaleik bikarsins. Þar mæta þær Grindavíkingum, sem unnu Stjörnuna á sunnudag.

 

Úrslitaleikurinn verður leikinn í Laugardalshöll laugardaginn 13. febrúar næstkomandi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is