Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. janúar. 2016 11:08

Afurðahæstu bú og kýr landsins á liðnu ári

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur birt niðurstöður skýrsluhaldsársins í mjólkurframleiðslunni á síðasta ári. Niðurstaðan byggir á skýrsluhaldi 582 kúabænda. Niðurstöðurnar eru þær helstar að 25.609 árskýr á landsvísu skiluðu 5.851 kg meðalnyt. Það er hækkun um 130 kg frá árinu 2014 en þá voru heygæði almennt mjög léleg í landinu. Mestar meðalafurðir á síðasta ári voru í Austur-Skaftafellssýslu; 6.138 kg eftir árskú. Árið 2014 voru meðalafurðirnar einnig mestar þar, 6.302 kg eftir árskú. Meðalbústærð reiknaðist 44,0 árskýr á árinu 2015 en sambærileg tala var 41,2 árið á undan. Meðalbústærð reiknuð í skýrslufærðum kúm var nú 56,8 kýr en 2014 reiknuðust þær 54,2.

 

 

Mest meðalnyt eftir árskú á nýliðnu ári var á búi Péturs Friðrikssonar á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd. Þar skilaði árskúin 8.308 kg að meðaltali. Þetta bú var fjórða afurðahæsta búið á árinu 2014. Annað búið í röðinni árið 2015 var bú Pálma Ragnarssonar í Garðakoti í Hjaltadal en þar var nytin 7.994 kg eftir árskú. Þriðja í röðinni við uppgjörið nú var bú Stóru-Tjarna ehf. á Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði, S-Þing. en þar var nytin 7.860 kg eftir árskú. Númer sex á listanum yfir afurðahæstu búin var bú Sigurðar og Báru í Lyngbrekku á Fellsströnd í Dölum. Meðalnyt þeirra var 7.757 kg. Í tíunda sæti á lista var loks Hvanneyrarbúið í Borgarfirði þar sem hver árskýr skilaði 7.593 kg á nýliðnu ári.

Nythæsta kýr landsins á síðasta ári var Milla frá Hvammi á Barðaströnd sem er undan Hersi 97033. Milla mjólkaði 12.511 kg með 3,54% fitu og 3,22% prótein. Milla er mikil mjólkurkýr, fór hæst í 47,3 kg dagsnyt á liðnu ári og skráðar æviafurðir hennar voru 54.976 kg um síðustu áramót en sinn fyrsta kálf átti hún 27. janúar 2008, þá 29 mánaða að aldri. Önnur í röðinni árið 2015 var Urður á Hvanneyri í Borgarfirði, undan Laska 00010, en hún mjólkaði 12.489 kg með 3,11% fitu og 2,87% prótein. Þriðja nythæsta kýrin var Emma 738 í Keldudal í Hegranesi. „Miðað við heygæði veturinn 2014-2015 er þetta ágætur árangur,“ segir í tilkynningu frá RML.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is