Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Þórsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. janúar. 2016 08:01

Læknaskortur á heilsugæslunni bitnar á þjónustu

Mikil mannekla er nú á læknasviði heilsugæslunnar á Akranesi og má því búast við töfum á ýmsri þjónustu við íbúa á næstu vikum. Guðjón Brjánsson forstjóri HVE segir í samtali við Skessuhorn að einkum eigi þetta við um þá sem þurfa að leita læknisþjónustu. „Ákaft er leitað eftir læknum til starfa en til þessa hefur sú vinna ekki skilað árangri en áfram er unnið að lausn á vandanum. Þetta kann að valda íbúum einhverjum óþægindum en öll aðkallandi verkefni eru leyst eins og frekast er kostur. Starfsfólk óskar vinsamlegast eftir að tillit verði tekið til þessara aðstæðna þegar leitað er eftir þjónustu á stöðinni á næstunni,“ segir Guðjón. Hann segir óhjákvæmilegt annað en að grípa til skammtímalausna á næstunni sem er ekki viðunandi ástand nema í mjög stuttan tíma. „Við leitum að öflugum yfirlækni til að byggja upp að nýju og teljum að við höfum að bjóða framúrskarandi umhverfi fyrir metnaðarfulla heimilislækna sem einblína á faglegt starf, hafa í bland hugsjón að leiðarljósi en ekki bara mikla peninga þótt þeir séu góðir að sínu leyti, en þetta er þó ansi fyrirferðamikill þáttur í allri umræðu. Þar stefnir í óefni en við róum nú lífróður í erfiðum sjó, fátt eða ekkert um fína drætti,“ segir Guðjón Brjánsson.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is