Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. janúar. 2016 11:10

Tökur á amerískri stórmynd munu fara fram á Akranesi

Tökur á amerísku kappaksturs- og stórmyndinni Fast 8, sem er framhald á Fast and furious myndunum, munu að stórum hluta fara fram á Akranesi nú í vor. Umgjörðin verður Sementsreiturinn og byggingar aflagðrar verksmiðjunnar, bryggjusvæðið við Akraneshöfn og nágrenni Krókalóns. Það er Universal kvikmyndafyrirtækið sem framleiðir myndina en umboðsaðili þeirra hér á landi er Truenorth. Gríðarlega fjölmennt lið tækni- og tökufólks mun fylgja verkefninu hingað til lands. Gert er ráð fyrir að um 80 bílar auk tækja og annars búnaðar verði flutt til landsins og því gætu áhugasamir séð glitta í rennileg ökutæki meðan verkefnið stendur yfir. Undirbúningur hefst í marsmánuði og tekur 2-3 vikur en síðan er áætlað að tökur hefjist 4. apríl.

Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri segir í samtali við Skessuhorn að mikil umsvif munu fylgja svona verkefni. ,,Það er mjög ánægjulegt að fyrirtækið Truenorth hefur sett sér það markmið að eiga sem mest viðskipti við heimafólk þegar ráðist er í svona verkefni. Verkefnið mun þannig hafa áhrif á veitingahús á Akranesi og ýmsa verslun og þjónustu,“ segir Regína. Akraneskaupstaður mun leigja fyrirtækinu aðstöðu á meðan á undirbúningi og tökum stendur, meðal annars skemmuna við Faxabraut og því fylgja einhverjar tekjur verkefninu. Fulltrúar skipulags- og umhverfissviðs Akraneskaupstaðar hafa farið með fulltrúum Truenorth í gegnum ýmis tæknileg atriði sem snúa að notkun á Sementsreitnum og á næstunni er von á leikstjóra myndarinnar til að taka svæðið endanlega út. Regína segir að það megi búast við einhverri truflun á umferð á meðan á tökum standi en unnið verði í nánu samstarfi við lögreglu varðandi lokanir gatna og önnur öryggisatriði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is