Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. janúar. 2016 06:01

Gambrinn greinilega á hröðu undanhaldi

Umferð ökumanna að og til þorrablóta á Vesturlandi gekk vel um liðna helgi. Enginn reyndist ölvaður, en lögregla fann vott af hákarls- og harðfiskslykt og jafnvel hafði áfengi skvetts á klæðnað ökumanna þótt þeir hafi ekki innbyrt það sjálfir. Lögregla fagnar þessu. "Það er af sem áður var þegar lögreglumenn við eftirlit fundu jafnvel gallsúra gambralykt úr ökutækjum á þessum árstíma. En slíkur mjöður lyktaði vægast sagt mjög illa og bragðaðist eftir því trúlega ekki vel," segir Theódór Þórðarson upplýsingafulltrúi lögreglunnar á Vesturlandi sem man tímana tvenna í þessu sambandi. "Áferðin á gamranum var svo groddaleg að ekki sást í gegnum glærar flöskur, þó svo að vasaljós væri borið að þeim. Var gambrinn á að líta eins og miðlungsþykkur hafragrautur með þrútnum, fljótandi rúsínum samanvið.  Báru menn þessar flöskur gjarnan innanklæða og drukku þetta síðan „magavolgt“ brosandi út að eyrum og buðu mönnum jafnvel með sér.  Trúlega hefur þessi mjöður, sem síðan var oftast soðinn og varð þá að landa, verið hvað líkastur þeim forna miði er forfeður okkar brugguðu og drukku síðan með bestu lyst fljótlega eftir að hafa numið hér land á sínum tíma."

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is