Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. janúar. 2016 05:53

Fyrsta veiðiferð Víkings lofar góðu

Hið nýja uppsjávarveiðiskip HB Granda, Víkingur AK-100, er nú í sinni fyrstu veiðiferð en skipið kom nýtt til landsins skömmu fyrir jól. Að sögn Alberts Sveinssonar skipstjóra er hann með skipið á veiðum á kolmunna suður af Færeyjum og í dag var aflinn kominn í um 1.600 tonn. ,,Byrjunin lofar góðu og allur búnaður hefur virkað eins og best verður á kosið. Aflinn í fyrstu hölunum var reyndar ekki mjög mikill en hann er að glæðast og um hádegisbilið í dag, þegar híft var, var hann um 400 tonn,“ segir Albert á vef fyrirtækisins en samkvæmt upplýsingum hans er að jafnaði tekið eitt hol á sólarhring. Tíðarfar hefur verið frekar leiðinlegt sunnan við Færeyjar síðustu dagana, hvasst en lítil ölduhæð. Spáin fyrir vikulokin er ekki góð en Albert sagðist reikna með því að veðrið yrði til friðs eitthvað fram eftir fimmtudeginum. Reyndar væri Víkingur allt annað og betra sjóskip en Faxi RE og Ingunn AK, sem Albert stýrði áður, og það væri því mikill munur á því hve miklu betur færi um áhöfnina nú en áður.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is