Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. janúar. 2016 01:01

Fagnaði hálfri öld með vinnufélögum og öðrum vinum

Haraldur Benediktsson bóndi og þingismaður á Vestra-Reyni í Hvalfjarðarsveit fagnaði 50 ára afmæli sínu á laugardaginn. Afmælisveislu hélt hann í félagsheimilinu Miðgarði ásamt Lilju Guðrúnu eiginkonu sinni, börnum og öðru skyldfólki. Haraldur sagði sjálfur að annað hús hefði aldrei komið til greina til að halda slíkan viðburð. Þetta ágæta félagsheimili Innnesinga var þó í smærra lagi þegar mið er tekið af þeim fjölda vina og vinnufélaga sem sáu ástæðu til að heiðra afmælisbarnið á þessum tímamótum. Glatt var á hjalla, haldnar skemmtilegar ræður og afmælisbarninu færðar ýmsar gjafir, þrátt fyrir að hafa staðfastlega afþakkað þær með öllu.  Á meðfylgjandi mynd er Haraldur nýlega búinn að taka við einni gjöfinni; litríkum hana af íslenskum eðalstofni. Gefendur voru samflokksmenn hans; þeir Jón Gunnarsson og Brynjar Níelsson. Haninn var ekki kominn úr kassanum þegar Haraldur var búinn að nefna hann Jón Brynjar.

 

Nánar er sagt frá afmælinu í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is