Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. janúar. 2016 12:01

Höfnuðu ósk um sjálfstæðan grunnskóla á Hvanneyri

Eins og fram kom í 2. tölublaði Skessuhorns þá sendu Íbúasamtök Hvanneyrar formlegt erindi til sveitarstjórnar Borgarbyggðar 12. janúar síðastliðinn með ósk um samþykki fyrir stofnun sjálfstætt starfandi grunnskóla á Hvanneyri. Byggðarráð Borgarbyggðar tók erindið fyrir á fundi sínum síðastliðinn fimmtudag. Þar var samþykkt að hafna þessari beiðni. Í fundargerð segir að fræðslunefnd hafi lagt fram tillögu um að samrekinn leik- og grunnskóli á Hvanneyri verði fyrir nemendur frá 18 mánaða aldri til loka þriðja bekkjar í Andabæ og að skólaakstur verði að Kleppjárnsreykjum. Þessi tillaga sé nú til umfjöllunar í byggðarráði og fræðslunefnd og umsagnir skóla- og foreldraráða liggi fyrir. Byggðarráðið telur að sjálfstætt starfandi skóli á Hvanneyri þar sem gert sé ráð fyrir fjölgun bekkjadeilda upp í 7. bekk og að Borgarbyggð leggi fram fjármuni til hans eins og lög um grunnskóla kveði á um, sé ekki í samræmi við fyrirliggjandi tillögu um samrekinn leik- og grunnskóla.

 

Byggðarráð samþykkti því að hafna framkominni beiðni Íbúasamtaka Hvanneyrar og nágrennis um heimild til að stofna sjálfstæðan skóla á Hvanneyri. Fundinn sátu Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður, Geirlaug Jóhannsdóttir aðalmaður, Ragnar Frank Kristjánsson áheyrnarfulltrúi, Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri og Finnbogi Leifsson varamaður.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is