Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. janúar. 2016 03:57

Telja að fyrirhugaðar framkvæmdir muni draga úr lyktaráhrifum

 

Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum í gær að auglýsa til kynningar tillögu að breyttu deiliskipulagi Breiðarsvæðis vegna áforma HB Granda um að stækka þar fiskþurrkunarverksmiðju sína. Umrædd stækkun er mjög umdeild meðal íbúa Akraness. Til stendur að stækkunin verði í tveimur áföngum, ef af henni verður. Í skipulagstillögunni sem samþykkt var til kynningar er gert ráð fyrir að sameina for- og eftirþurrkun HB Granda undir einu þaki. Í fyrsta áfanga framkvæmdanna er stefnt að því að bæta við eftirþurrkunarhúsi við núverandi forþurrkunarhús.

 

Í október síðastliðnum óskaði bæjarstjórn eftir frekari gögnum frá HB Granda um það hvernig fyrirtækið hygðist standa að stækkuninni þar sem bæjarfulltrúar vildu fá nánari svör áður en gengið yrði til atkvæðagreiðslu um breytingar á deiliskipulagi vegna hennar. HB Grandi vann í framhaldinu mat á umhverfisáhrifum þar sem gerð er ítarlega grein fyrir áformum fyrirtækisins og aðgerðum til að lágmarka lyktarmengun. Einnig er gert ráð fyrir að mæla árangur aðgerða félagsins samkvæmt ákveðnum viðmiðunum í lyktarskynsmati. Meginniðurstaða skýrslunnar er sú að með fyrirhuguðum framkvæmdum mun draga verulega úr lyktaráhrifum í nærumhverfi starfseminnar þrátt fyrir aukna afkastagetu. „Aldrei verður komist hjá allri lyktarmengun en lykt sem metin er með stöðluðu lyktarskynmati í 250 m fjarlægð frá þurrkuninni ætti ekki að vera meiri en dauf, nema í undantekningartilfellum, og því gætir lítilla áhrifa í íbúðabyggð,“ segir í samantekt skýrslu HB Granda.

 

Í skipulagstillögunni kemur fram að óheimilt er að veita byggingarleyfi fyrir öðrum áfanga nema tekist hafi að tryggja viðunandi grenndaráhrif í fyrri áfanga framkvæmdanna samkvæmt þeim viðmiðunum á lyktarskynsmati sem fyrirtækið hefur sett sér. Bæjaryfirvöld á Akranesi gera ráð fyrir að setja á laggirnar óháðan lyktarskynmatshóp til að meta lyktarmengun fyrir og eftir framkvæmdir á tilteknum stöðum í bænum.

Niðurstöður hópsins verða nýttar til að meta hvort fyrirtækið nái þeim markmiðum, um lágmörkun lyktar, sem það hefur sett sér.

 

Á fundinum í gær höfnuðu fjórir bæjarfulltrúar tillögunni og lögðu fram breytingartillögu um aðra staðsetningu sem var felld. Fimm bæjarfulltrúar samþykktu tillöguna. Málið er þó ekki til lykta leitt, nú verður deiluskipulagsbreytingin kynnt Akurnesingum í lögboðnu ferli og þeim þannig gert kleift að kynna sér málið og koma athugasemdum á framfæri í samræmi við ákvæði skipulagslaga. Eftir að auglýsing um deiliskipulagsbreytinguna verður birt hafa íbúar sex vikur til að skila inn athugasemdum. Þá stendur til að bæjaryfirvöld haldi opinn íbúafund til frekari kynningar á þeim gögnum sem nú liggja fyrir varðandi skipulagsbreytinguna. Að kynningu lokinni fer málið aftur til bæjaryfirvalda þar sem lokaákvörðun um málið verður tekin.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is