Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. janúar. 2016 08:01

Inga Elín stefnir að lágmarki á ÓL

Inga Elín Cryer sundkona frá Akranesi keppti um liðna helgi á Reykjavik International (RIG). Þar synti hún 50, 100 og 200m flugsund og 200m skiðsund. Þetta var fyrsta sundmót ársins í 50m laug og gekk henni nokkuð vel. Hún bætti m.a. tíma sinn í 50m flugsundi og var nálægt sínum bestu tímum í hinum greinunum. Á mótinu sigraði hún í 100 og 200m flugsundi, varð í öðru sæti í 50m flugsundi og 200m skriðsundi. Mótið var geysisterkt en þar voru m.a. keppendur frá Noregi, Danmörku og Færeyjum auk Íslendinganna.

Inga Elín ætlar nú að leggja meiri áherslu á flugsundsgreinarnar og 200m skriðsund, en þar eru mestu möguleikarnir fyrir hana að ná Ólympíulágmarkinu. Undanfarin ár hefur hún keppt í langsundsgreinum, 800 og 400m skriðsundi, en hún hefur ákveðið ásamt þjálfara sínum að hvíla þær greinar fram í mars og sjá svo til eftir það. „Nú halda áfram æfingar af fullum krafti og er ég að vinna fulla vinnu samhliða sundinu. Þannig er álagið nokkuð mikið, en ég ætla mér að ná ÓL lágmarkinu,“ segir hún.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is