Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. janúar. 2016 10:01

Héldu veglega upp á kosningaafmæli kvenna

Hundrað ára afmælis kosningaréttar kvenna á Íslandi var fagnað um allt land á síðasta ári, með alls kyns sýningum og viðburðum. Í Stykkishólmi var tímamótanna minnst með fjölbreyttum hætti en Stykkishólmsbær skipaði nefnd sem fékk það hlutverk að skipuleggja viðburði til að minnast tímamótanna. Dreifðust viðburðirnir á nokkra mánuði en sá fyrsti var haldinn í júní þegar konur lásu úr ritverkum íslenskra kvenna í Vatnasafninu. Í júlímánuði hélt Fríða Björk Ólafsdóttir þjóðfræðingur fyrirlestur í tengslum við Skotthúfuhátíðina. Í ágúst var haldin myndlistarsýning heldri kvenna í Stykkishólmi, á meðan Danskir dagar stóðu yfir, og voru verkin til sýnis í gluggum fyrirtækja við Aðalgötuna. Hreyfivika var í Stykkishólmi í lok september og gekk þá Sigurlín Sumarliðadóttir með hóp á Drápuhlíðarfjall í minningu baráttukvenna. Á kvennafrídaginn 24. október var opið hús hjá nefndarkonunni Helgu Guðmundsdóttur. Þar voru umræður um stöðu kvenna á árum áður og konur sem tóku þátt í Kvennafrídeginum í Stykkishólmi fyrir fjörtíu árum sögðu frá sínum upplifunum af deginum og kvennabaráttu.

Lokaviðburðurinn á vegum nefndarinnar var haldinn nú í janúar 2016 í Stássstofu Norska hússins. Kolbrún S. Ingólfsdóttir, lífendafræðingur, sagnfræðingur og rithöfundur, las valda kafla úr bók sinni „Þær ruddu brautina“. Í bók Kolbrúnar er að finna æviágrip kvenna sem hófu baráttuna víða um heim og ruddu brautina fyrir kvenfrelsisbaráttu seinni ára. Eftir lesturinn voru umræður um stöðu kvenna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is