Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. janúar. 2016 01:12

Snæfell vann mikilvægan sigur í tvíframlengdum leik

Í gær tók Snæfell á móti Grindavík í Domino‘s deild karla í körfuknattleik. Liðin voru fyrir leikinn jöfn að stigum í neðri hluta deildarinnar og bjuggust körfuknattleiksunnendur við spennandi leik. Leikurinn fór heldur hægt af stað og báðum liðum gekk fremur illa að hitta úr skotum sínum í fyrsta leikhluta. Við upphaf annars fjórðungs tóku leikmenn Snæfells við sér, skoruðu 17 stig á fjórum mínútum og leiddu í hálfleik, 50-38 og útlit fyrir að þeir myndu sigla sigrinum nokkuð þægilega til heimahafnar.

Grindvíkingar komu hins vegar til baka eftir leikhlé. Þeir mættu ákveðnir til leiks og engann veginn búnir að gefast upp. Þeir minnkuðu forskot Snæfells jafnt og þétt og náðu að jafna í snemma í fjórða leikhluta. Upphófust þá spennandi lokamínútur þar sem Snæfellingar voru skrefinu á undan. Grindvíkingar jöfnuðu hins vegar aftur þegar rétt tæpar tvær sekúndur lifðu leiks. Snæfellingar tóku leikhlé, stilltu upp í kerfi fyrir Sherrod Wright en skot hans geigaði úr erfiðri stöðu. Liðin höfðu 87 stig hvort eftir lok venjulegs leiktíma og því ekkert annað að gera en að framlengja leikinn.

 

Liðin tóku upp þráðinn þaðan sem frá var horfið. Leikurinn var í járnum, liðin skiptust á að leiða með einu stigi þar til gestirnir jöfnuðu af vítalínunni. Snæfellingar fengu síðustu sóknina. Þorbergur Helgi braut sér leið að körfu gestanna á lokasekúndunum. Skot hans geigaði. Snæfellingar voru æfir, vildu meina að brotið hefði verið á Þorbergi en dómararnir gáfu lítið fyrir það. Staðan 97-97 og því varð að framlengja öðru sinni.

 

Snæfellingar voru sterkari í upphafi annarrar framlengingar og skoruðu sex stig gegn tveimur. Bæði lið gerðust mistæk á loka mínútunum. Þreytan var farin að segja til sín, gestirnir þurftu að taka erfið skot til að freista þess að jafna leika en það gekk ekki og Snæfell vann gríðarlega mikilvægan sigur, 110-105.

 

Sherrod Wright átti sannkallaðan stórleik fyrir Snæfell. Hann skoraði 49 stig, tók 16 fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Næstir honum komu Austin Bracey og Sigurður Þorvaldsson með 15 stig hvor. Stefán Karel Torfason skoraði tólf stig og tók 13 fráköst og Þorbergur Helgi Sæþórsson skoraði jafn mörg og tók sex fráköst.

 

Sigurinn styrkti stöðu Snæfells í deildinni til muna. Liðið situr í sjöunda sæti deildarinnar með 14 stig eftir 15 leiki og er nú átta stigum fyrir ofan fallsæti. Næst leikur Snæfell gegn Keflavík á útivelli fimmtudaginn 4. febrúar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is