Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. janúar. 2016 02:12

Bændum býðst heimsókn til að fara yfir öryggis- og vinnuverndarmál

Um nokkurt skeið hafa Bændasamtök Íslands í samstarfi við búnaðarsambönd staðið fyrir átaki í öryggis- og vinnuverndarmálum bænda. Tilgangurinn er að fækka slysum í landbúnaði og stuðla að góðu vinnuumhverfi og bættri ásýnd bæja. Verkefninu er ætlað að koma til viðbótar þeim kröfum sem gerðar eru samkvæmt lögum og reglugerðum. Verkefnisstjóri er Guðmundur Hallgrímsson hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands og hefur hann nú þegar heimsótt ríflega hundrað bæi, einkum á Norður- og Suðurlandi og farið yfir stöðu mála með bændum. Í viðtali við Guðmund sem birtist í Skessuhorn síðla á liðnu ári sagði hann ítarlega frá í hverju verkefnið felst. Þema heimsókna til bænda er að mæta þeim á jafningjagrunni og ræða við þá um sitthvað sem snýr að heilsu, öryggi og umhverfi við búskap. Þá hefur Guðmundur einnig haldið erindi á bændafundum um málefnið. Nú þessa daganna er að koma út fræðslurit um öryggis og umhverfismál sem verður dreift til allra bænda.

 

 

Í nýjasta fréttabréfi Búnaðarsamtaka Vesturlands er sagt frá því að BV bjóða nú bændum innan samtakanna að taka þátt í verkefninu og er kostnaður greiddur fyrir þau bú þar sem bændur eru félagsmenn í búnaðarfélagi. Í heimsókninni felst m.a. að farið er yfir öryggismál á búinu og bændur svara spurningalista sem lagður er fyrir. Farið er í útihús og rætt um vinnuaðstæður og aðbúnað. Gengið er um vinnustaðinn og þau atriði metin sem máli skipta. Farið er yfir aðstöðu í gripahúsum, vélar og ástand þeirra, reynt að finna út hvort það séu hindranir á daglegum leiðum, fallhætta eða annað slíkt. Farið er yfir loftræstingu, lýsingu, brunavarnir og hvort allir útgangar séu greiðir, bæði fyrir menn og skepnur. Eitt af því sem farið er yfir með bóndanum er ásýnd bæjarins, t.d. ásýnd húsa, girðingar og aðgengi útivið. Þá er hitamyndavél notuð til að kanna ástand á raftækjum og lögnum, gátlisti er gerður og tillögur til úrbóta ræddar við bóndann og sett markmið um viðbrögð. Eftir heimsóknina er unnið úr gögnum og þau síðan send bóndanum netleiðis. Markmiðið er að ábúendur geti farið yfir gátlistann og notað hann sem leiðbeiningar til úrbóta.

Áhugasamir hafi samband við skrifstofu Búnaðarsamtaka Vesturlands. Stefnt er að fara í flestar heimsóknirnar í febrúar þannig að mikilvægt er að hafa samband sem fyrst til að auðveldara sé að skipuleggja heimsóknirnar, segir í fréttabréfi BV.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is