Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Laugardagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. febrúar. 2016 09:01

Aðstæður til lundaskoðunar líklega bestar hér við land á Breiðafirði

Gísli Ólafsson sem m.a. rekur Láki Tours í Grundarfirði segir að ferðaþjónusta tengd náttúruskoðun á hafi úti við Íslandi sé nokkuð sem geti skilað miklum tekjum og enn séu margir möguleikar ónýttir. Nú séu áform um að hefja hvalaskoðun frá Ísafirði og Siglufirði sem hefur verið í mikilli sókn sem ferðamannabær. Hann bendir á að fuglaskoðun úti á sjó sé enn nánast óplægður akur. Þar séu þau hjá Láki Tours að eygja nýja möguleika. „Við höfum verið að byggja upp ferðir í lundaskoðun út í Melrakkaey sem er hér úti á firðinum. Þetta er að spyrjast út og eftirspurn að aukast. Nú síðast eru skemmtiferðaskipin sem hingað koma farin að kaupa meira fyrir sína farþega í svona ferðir. Þau byrjuðu að kaupa lundaferðirnar í fyrra og eru að auka það í ár.“

Að sögn Gísla er líklega ein besta aðstaða á landinu fyrir lundaskoðun einmitt frá Grundarfirði og þá úti í Melrakkaey. Þar eru aðstæður afar góðar og stutt sigling héðan frá Grundarfjarðarhöfn. Lundinn þar hefur haldið velli þó hann hafi nánast horfið úr eyjunum við Reykjavík og fækkað mikið í Vestmannaeyjum. „Þetta eru mjög þægilegir túrar hjá okkur sem taka svona klukkutíma og kortér. Það er svo aðdjúpt við Melrakkaey að við erum með bátinn bara tvo til þrjá metra frá landi. Víða annars staðar eiga menn erfitt með að komast nógu nærri landi þar sem lundavarp er. Maður finnur líka alltaf skjól einhvers staðar við Melrakkaeyna þó vindar blási. Auk þessa er mikið af lunda á sjónum við Melrakkaey. Við getum því sýnt fuglana mjög vel. Erlendir ferðamenn eru mjög áfjáðir í að sjá þennan fugl í sínu náttúrulega umhverfi en ekki bara í lundabúðunum í Reykjavík. Þessi litli fugl er mjög eftirspurður, jafnvel svo að maður skilur varla þessa áráttu í lundann.“

 

Nánar var rætt við Gísla í síðasta Skessuhorni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is