Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. febrúar. 2016 10:15

Ótrúleg samfelld sigurganga Skallagríms á enda

Skallagrímur lék tvo leiki í 1. deild kvenna í körfuknattleik um liðna helgi. Á föstudag tók Borgarnesliðið á móti Þór frá Akureyri og vann góðan fjögurra stiga sigur, 53-49, í leik sem var í járnum allan síðari hálfleikinn. Erikka Banks átti stórleik, skoraði 28 stig og tók tólf fráköst í þessum þrettánda sigri Skallagríms í röð.

En allt tekur enda að lokum. Tveimur dögum síðar, í gær, fór liðið suður með sjó og heimsótti Njarðvíkinga. Skallagrímur fór betur af stað en leikmenn Njarðvíkur tóku fljótlega við sér. Jafnt var á með liðum í öðrum leikhluta en Skallagrímur leiddi með tveimur stigum í hálfleik, 34-36.

 

Njarðvíkingar voru hins vegar sterkari í síðari hálfleik og náðu yfirhöndinni snemma í þriðja fjórðungi. Skallagrímskonur minnkuðu muninn í eitt stig skömmu síðar en nær komust þær ekki. Njarðvíkingar juku forskot sitt á nýjan leik og sigldu sigrinum heim. Lokatölur urðu 79-65, Njarðvíkingum í vil og þrettán leikja samfelld sigurganga Skallagríms þar með á enda.

 

Erikka Banks var atkvæðamest Skallagríms í leiknum með 23 stig og sex fráköst. Næst henni kom Kristrún Sigurjónsdóttir með 17 stig og níu fráköst.

 

Skallagrímskonur tróna eftir sem áður langefstar á toppi deildarinnar með 26 stig eftir 14 og tólf stiga forskot á KR sem er í öðru sæti. Næst tekur Skallagrímur á móti Fjölni sunnudaginn 7. febrúar.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is