Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. febrúar. 2016 02:26

Mikið um óhöpp í umferðinni

Þrátt fyrir töluvert umferðareftirlit tók Lögreglan á Vesturlandi engan ökumann fyrir ölvun við akstur eða akstur undir áhrifum fíkniefna alla síðustu viku, sem verður að teljast nokkuð gott, að sögn Theódórs Þórðarsonar upplýsingafulltrúa LVL. Í dagbók hans kemur fram að alls urðu átta umferðaróhöpp í umdæminu í vikunni. Nær öll vegna hálku og vetrarfærðar. Tveggja bíla árekstur varð á Leirársveitarvegi, annar bíllinn hafnaði ofan í vegskurði. Þá fipaðist ungum ökumanni við aksturinn innanbæjar í Borgarnesi þegar hann kom að snjóruðningstæki og hafnaði bíllinn inn í húsagarði við götuna, hálfur í gegnum grindverkið.  Allir sluppu þarna án meiðsla. Ökumaður pallbíls lenti í snjóruðningi á Vesturlandsvegi sunnan Borgarfjarðarbúar síðastliðinn föstudag og missti stjórn á ökutækinu sem hafnaði utan vegar, valt en endaði á réttum kili í kjarrgróðri. Ökumaðurinn slapp á meiðsla.  Fimm erlendir ferðamenn veltu bíl sínum við Sanddalsá neðan við Sveinatungu í Norðurárdal um helgina.  Töluverður snjór var í vegköntum og fengu ferðamennirnir „mjúka lendingu,“ að sögn sjónvarvotts, og sluppu án meiðsla. Bíllinn var hins vegar óökufær. Jeppi fór útaf við mætingu á Vatnaleiðinni og hafnaði á hliðinni. Ökumaðurinn hlaut minnihátar meiðsli og leitaði sjálfur til læknis.

 

Fjallgöngumaður rann á svelli í Illagili sem er upp af Hafnardal og fór úr axlarlið. Gekk hann til móts við sjúkralið sem flutti hann til læknis. Loks voru erlendir ferðamenn aðstoðaðir þar sem þeir höfðu fest bíla sína, annar vestur á Snæfellsnesi en hinn á Uxahryggjum.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is