Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. febrúar. 2016 03:36

Stærra og efnismeira ferðablað en nokkru sinni fyrr

Í lok aprílmánaðar gefur Skessuhorn út árlegt ferðablað sitt, Travel West Iceland 2016 - Ferðast um Vesturland. Að vanda verður efni blaðsins jöfnum höndum á ensku og íslensku. Ljósmyndir og kort af einstökum svæðum og þéttbýlisstöðum prýða blaðið og verða auglýsendur staðsettir á kortin eftir númerum. Verður blaðinu dreift alla mánuði ársins í 45 þúsund eintökum, ef það upplag dugar, á upplýsingamiðstöðvar, komustaði erlendra ferðamanna til landsins, fjölfarna ferðamannastaði um land allt og helstu áningar- og ferðamannastaði innan Vesturlands. Ef þurfa þykir verður bætt við upplagið með viðbótarprentun. Einnig verður blaðinu dreift til skráðra sumarhúsaeigenda í landshlutanum og að lokum verður það aðgengilegt á rafrænu formi á vef Skessuhorns þaðan sem ferðaþjónustan getur nálgast það og sent viðskiptavinum sínum.

Árið 2016 er sannkallað ár tækifæranna fyrir Vestlendinga í ferðaþjónustu. Einstök fyrirtæki sem og landshlutinn í heild hafa á undanförnum misserum hlotið viðurkenningar sem eftirsóknarverðir áfangastaðir ferðamanna. Ber þar hæst að Vesturland var valið annað áhugaverðasta svæði í heimi árið 2016 af Lonely Planet, stærsta útgefanda ferðahandbóka í heiminum. Áhrifa þeirrar útnefningar er þegar farið að gæta í bókunum. Því vill Skessuhorn bregðast við með því að gera Travel West Iceland 2016 stærra og efnismeira en nokkru sinni fyrr.

 

 

Blaðið mun meðal annars innihalda almennan kafla um Vesturland, áhugaverðar héraðslýsingar fyrir Akranes, Hvalfjörð og Kjós, Borgarfjörð, Snæfellsnes, Dali og Reykhóla á bæði ensku og íslensku, eins og fyrr segir. Ábendingar verða um markverða viðkomustaði, náttúruundur og Vesturland að vetri. Loks verður viðburðaskrá og sérstök þjónustuskrá fyrirtækja í ferðatengdri starfsemi sem kynna sig og auglýsa í blaðinu.

 

Ferðaþjónustufyrirtækjum er bent á að panta þarf auglýsingapláss og þjónustuskráningar tímanlega, eða fyrir föstudaginn 11. mars næstkomandi.  Um sölu auglýsinga sér Maríanna Pálsdóttir í síma 433-5500 eða í gegnum tölvupóstfangið auglysingar@skessuhorn.is.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is