Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Laugardagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. febrúar. 2016 12:51

Smiðjan opnuð á nýjum stað í Ólafsvík

Í gær var Smiðjan formlega opnuð í Ólafsvík. Smiðjan er dagþjónusta og vinnustofa fólks með skerta starfsorku. Aðstoð er veitt við að fá og halda vinnu á almennum vinnumarkaði hluta úr degi eða hluta úr viku með eða án aðstoðar. Í Smiðjunni er endurnýting höfð í hávegum, hlutir eru endurnýttir og seldir gegn vægu gjaldi. Innkoman er lögð í sameiginlegan sjóð sem nýttur er til að auka lífsgæði þeirra sem þar starfa, til dæmis til að sækja námskeið á vegum Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands. Smiðjan er nú til húsa þar sem áður var Sparisjóður Ólafsvíkur.

 

 

Gunnsteinn Sigurðsson þroskaþjálfi hjá Félagsþjónustu Snæfellsbæjar sagði í samtal við Skessuhorn að þetta húsnæði breyti öllu fyrir starfsemi Smiðjunnar sem áður var í mun minna og óhentugra húsnæði. Margir gestir voru mættir til þess að skoða Smiðjuna og samgleðjast þeim sem þar starfa. Ræður voru fluttar og kynntu þeir Sveinn Þór Elinbergsson og Gunnsteinn Sigurðsson starfsemina. Kristinn Jónasson bæjarstóri í Snæfellsbæ og Sturla Böðvarsson bæjarstjóri í Stykkishólmi fluttu ávörp og Elva Ármannsdóttir og Nanna Þórðardóttir frá Kvenfélagi Ólafsvíkur gáfu Smiðjunni gjöf. Auk þess voru ýmsar góðar gjafir færðar Smiðjunni við þetta tækifæri.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is