Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. febrúar. 2016 06:01

Ferðaþjónusta hefst að nýju í Englendingavík í apríl

Búið er að stofna fyrirtækið Englendingavík ehf. og byrjar það rekstur ferðaþjónustu í samnefndri vík í Borgarnesi í apríl næstkomandi. Að fyrirtækinu standa Einar S. Valdimarsson, Guðbrandur Gunnar Garðarsson og Margrét Rósa Einarsdóttir. Hún er jafnframt eigandi húsanna í Englendingavík eftir að hafa keypt þau af Byggðastofnun á síðasta ári. Fram á síðasta ár var veitingastaðurinn Edduveröld starfræktur í húsunum og þar áður Brúðuheimar. Að sögn Einars er undirbúningur nú hafinn að opnun nýs veitingastaðar í víkinni í apríl. Veitingastaðurinn mun fá heitið Englendingavík. „Við erum með ýmsar áætlanir uppi um hvernig stað við viljum opna og hvernig þjónusta verður í boði. Á veitingastaðnum verður lögð áhersla á gæði og hráefni úr héraði og þá munum við leggja áherslu á menningu og sögu héraðsins og ekki síst sögu gömlu kaupfélagshúsanna. Sagan drýpur jú af hverju strái í víkinni og þarna er mjög fallegt umhverfi frá náttúrunnar hendi við Brákarsundið og með útsýni út í Litlu Brákarey. Við munum einnig leggja áherslu á uppákomur og menningartengda viðburði og mun Margrét Rósa sjá um það með okkur Gunnari. Nú í augnablikinu er til dæmis verið að skoða möguleikana á að setja upp lítið svið í veitingastaðnum. Þá erum við að skoða möguleika á að bjóða upp á gistingu í lokrekkjum í efra pakkhúsinu í framtíðinni og heimagisting verður í boði á efri hæð Sjávarborgar, sem er íbúðarhúsið við hliðina á veitingastaðnum. Síðan verður sótt um leyfi til að breyta efri hæð efsta hússins í fjórar íbúðir til útleigu,“ segir Einar. Hann segir að hugmyndin sé sú að opna huggulegan veitingastað með góðan mat á sanngjörnu verði.

 

 

Margrét Rósa rekur í Iðnó, menningar- og veisluþjónustu í Reykjavík, en þeir félagar Einar og Gunnar hafa komið að rekstri veitingastaða á Snæfellsnesi undanfarin ár. Þeir byggðu nýjan glæsilegan veitingastað í Grundarfirði síðasta sumar sem ber nafnið Bjargarsteinn og hafa Plássið í Stykkishólmi á leigu. Sjálfur hefur Einar verið viðloðandi Borgarfjörð í aldarfjórðung. Konan hans, Áshildur Sveinsdóttir, er frá Eskiholti og með hléum hefur Einar kennt við Háskólann á Bifröst og nú einnig við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Einar er að flytja í Borgarnes og segist ætla að einbeita sér að rekstri í Englendingavík í framtíðinni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is