Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Laugardagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. febrúar. 2016 12:15

Aukin starfsemi færist í bankahúsið í Borgarnesi

Á næstu vikum og misserum mun verða vart við ýmsar framkvæmdir í húsi Arionbanka við Digranesgötu í Borgarnesi. Á undanförnum árum hefur bankastarfsmönnum fækkað og nú er svo komið að tímabært þykir að þjappa starfseminni saman. Ein hæð af þremur í húsinu dugar fyllilega fyrir bankann. Arionbanki hefur gert samning við eigendur verslanakeðjunnar Nordic Store um leigu á neðstu hæð hússins undir verslun fyrir ferðamenn og stefnt að hún verði opnuð í júní í sumar. Við þessa breytingu mun starfsemi Arionbanka í Borgarnesi verða flutt á miðhæð hússins. Til að undirbúa breytingar á húsnæðinu mun í næstu viku bankastarfsemin öll verða flutt tímabundið á jarðhæðina. Að sögn Bernhards Þórs Bernhardssonar svæðisstjóra Arionbanka er stefnt að því að nýtt útibú verði opnað í lok mars og að verslunin verði síðan opnuð á jarðhæðinni í júní.

 

„Fyrr í vetur var auglýst eftir aðilum sem vildu deila húsnæði með bankanum. Í kjölfar þess var samið við Nordic Store um leigu á jarðhæðinni og verður húsnæðinu breytt með það að leiðarljósi að það henti sem verslunarhúsnæði. Settur verður annar inngangur á framhlið hússins og gluggar stækkaðir,“ segir Bernhard. Þriðja hæð hússins er einnig laus til útleigu og segir Bernhard að átt hafi sér stað viðræður við aðila um opnun veitingastaðar þar en ekkert sé þó enn frágengið í þeim efnum.

 

Bernhard segir að þessar breytingar eigi ekki að koma sér illa fyrir viðskiptavini bankans til lengri tíma. Jafnvel þótt bankinn flytji starfsemi sína á aðra hæð hússins sé í því lyfta og góðar tröppur og aðgengi verður því gott. Áfram verður hraðbanki á jarðhæð sem verður aðgengilegur allan sólarhringinn og sjálfsafgreiðsluvél verður einnig í útibúinu. Áfram verður boðið upp á alla þjónustu í bankanum eins og verið hefur til þessa.

 

Arionbanki hefur samið við Eirík J. Ingólfsson byggingaverktaka um að framkvæma breytingarnar á húsinu og mun Límtré-Vírnet sjá um raflagnavinnu. „Það er sérlega ánægjulegt að svo öflugir aðilar í heimabyggð skuli hafa fengist að verkinu. Framkvæmdir munu hefjast í næstu viku og það er ljóst að þær munu hafa einhver óþægindi í för með sér fyrir bæði viðskiptavini og starfsfólk. Vonum við að fólk sýni því skilning og biðlund,“ segir Bernhard.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is