Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. febrúar. 2016 12:40

Hátt stigaskor í tapi Snæfells gegn Keflavík

Í gær mættust Snæfell og topplið Keflavíkur í Domino‘s deild karla í körfuknattleik. Leikið var suður með sjó.

 

Heimamenn í Keflavík höfðu yfirhöndina í upphafi leiks en Snæfellingar voru aldrei langt undan. Í öðrum fjórðungi jókst bilið milli liðanna lítið eitt. Hátt stigaskor einkenndi leikinn og sem marks um það var staðan í hálfleik 71-60, Keflvíkingum í vil.

 

Leikmenn Snæfells mættu ákveðnir til síðari hálfleiks og minnkuðu muninn í þrjú stig. Nær komust þeir hins vegar ekki, Keflvíkingar tóku við sér og endurheimtu forskot sitt. Enn var mikið skorað en heimamenn skoruðu meira. Í lokafjórðungnum juku þeir hægt og sígandi við forystu sína og þegar lokaflautan gall munaði 19 stigum á liðunum. Keflvíkingar höfðu sigur, 131-112.

 

Sherrod Wright var iðinn við kolann í liði Snæfells með 33 stig og tíu fráköst. Austin Bracey skoraði 28 stig, Sigurður Þorvaldsson skoraði 23 og tók auk þess sex fráköst.

Snæfell er í sjöunda sæti deildarinnar með 14 stig eftir 16 leiki, jafn mörg og Tindastóll í sætinu fyrir neðan. Næst leikur Snæfell sunnudaginn 7. febrúar næstkomandi þegar liðið fær KR í heimsókn í Hólminn. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is