Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. febrúar. 2016 02:15

Borgnesingar mótmæla tillögum að breyttu deiliskipulagi

Eins og Skessuhorn greindi frá 20. janúar síðastliðinn hefur verið lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi við Borgarbraut 55-59 í Borgarnesi. Gildandi deiliskipulag mætti á sínum tíma mikilli andstöðu íbúa í nágrenninu, meðal annars vegna skuggavarps og skerts útsýnis sem háreist hús og mikið byggingamagn á lóðinni myndi hafa í för með sér. Einnig höfðu íbúar lýst áhyggjum af auknum vindstyrk. Á föstudag fékk sveitarstjórn afhentan undirskriftalista 188 íbúa þar sem breytingartillögunni er harðlega mótmælt. Í gögnum sem fylgja undirskriftalistanum kemur fram að íbúar telji byggingamagn á lóðunum ekki minnka, eins og sagt er í breytingartillögunni. Samkvæmt tillögunni verður heildarfermetrafjöldi sá sami og í gildandi deiliskipulagi en byggingamagn minnkar um 40 fermetra. Heimild til að byggja bílakjallara að Borgarbraut 57 og 59 myndi þó auka heildarbyggingamagnið.

 

„Það er álit okkar, sem stóðum að þessari undirskriftasöfnum, að hér sé ekki um minnkað byggingamagn að ræða. Þvert á móti virðist okkur byggingamagn aukast og við sjáum ekki hvernig sú niðurstaða er fengin að byggingamagnið minnki,“ segir Anna Ólafsdóttir íbúi við Kjartansgötu í samtali við Skessuhorn. „Enn fremur viljum við vekja máls á því að nýtingarhlutfall er líka aukið langt umfram það sem segir til um í aðalskipulagi, en þar er tilgreint að nýtingarhlutfall miðsvæðis eigi að vera 1,0 að hámarki. Ef þessar hugmyndir eiga fram að ganga teljum við að fyrst þurfi að breyta aðalskipulaginu,“ bætir hún við.

Anna segir engan mótfallinn því að byggt verði á lóðunum, en það verði að vera með þeim hætti að byggingar sem þar rísi í framtíðinni samræmist byggingahefðinni í Borgarnesi. Byggingar á tveimur til þremur hæðum telur hún að gætu risið í sátt og samlyndi við íbúa í nágrenninu en háhýsi á fimm til sjö hæðum séu allt annar handleggur. „Það sem ég hef lagt áherslu á, fyrir mitt leyti, er að ég mótmæli fyrst og fremst gildandi deiliskipulagi, sem að mínu mati er gjörsamlega fráleitt,“ segir hún. „Við búum hér í fallegum, lágreistum bæ þar sem er ákveðin byggingarhefð. Við búum hér meðal annars af því við viljum ekki borgarumhverfi með stórhýsum,“ bætir Anna við.

Enn fremur telja íbúarnir að háhýsin munu áfram auka hættu á vindkviðum þar sem svæðið sé vindasamt fyrir og þær aðferðir til að draga úr vindstyrk sem gert er ráð fyrir í breytingartillögu séu ekki sannfærandi. Einnig telja íbúarnir að umferðarþungi um Borgarbraut muni aukast til muna á þessu svæði, sem beri nú þegar illa þá umferð sem þar fer um.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is