Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Laugardagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. febrúar. 2016 03:08

Akraneskaupstaður úthlutar úr þróunarsjóði

Á fundi skóla- og frístundaráðs Akraneskaupstaðar 2. febrúar síðastliðinn var í annað sinn úthlutað styrkjum úr Þróunarsjóði skóla- og frístundasviðs. Tilgangur með sjóðnum er að styðja við þróunar- og nýsköpunarstarf á sviði skóla- og frístunda á vegum Akraneskaupstaðar með það að markmiði að starfsemin verði í sífelldri þróun í takt við breytingar í umhverfi og samfélagi. Markmiðið er að verkefnin styðji við og stuðli að fagmennsku starfsfólks, auknum gæðum í skóla- og frístundastarfi, umbótum og nýbreytni. Þrjár umsóknir bárust um styrki og fengu tvö verkefni úthlutað peningaframlagi. Þetta eru verkefninu „Að fanga fjölbreytileikann. Handbók um verkfæri Byrjendalæsis, Orðs af orði og Gagnvirks lestrar,” en hins vegar verkefnið ,,Innleiðing á samvinnulíkani fyrir margbreytilega hópa.” Í úthlutunarnefnd eru Sigríður Indriðadóttir formaður skóla-og frístundaráðs, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri og Gunnar Gíslason ráðgjafi.

 

 

Að fanga fjölbreytileikann

Ábyrgðamenn umsóknarinnar um að fanga fjölbreytileikann eru þær Ásta Egilsdóttir kennari í Grundaskóla og Guðrún Guðbjarnadóttir kennari í Brekkubæjarskóla. Í umsögn úthlutunarnefndar segir að verkefnið tengist beint þjóðarátaki í læsi sem Akraneskaupstaður er aðili að. Þetta sé samvinnuverkefni beggja grunnskólanna og styðji við bæði skóla- og lestrarstefnu Akraneskaupstaðar og efli skólasamfélag á Akranesi í heild sinni. „Ábyrgðamenn verkefnisins, Ásta og Guðrún, hafa unnið vel saman og faglega að innleiðingu og þróun byrjendalæsis í báðum skólum og aukið samvinnu skólanna með jákvæðum árangri. Umsóknin er fagleg og vel rökstudd. Verkefnið hlýtur tvær milljónir króna í styrk,“ segir í umsögn dómnefndar.

 

Margbreytileiki hópa

Hitt verkefnið sem hlaut styrk fékk 1,5 milljón króna. Það nefnist „Innleiðing á samvinnulíkani fyrir margbreytilega hópa (Þorpið)“. Ábyrgðamaður umsóknar er Ruth Jörgensdóttir Rauterberg deildarstjóri dagstarfs í Þorpinu. Í umsögn úthlutunarnefndar segir: „Verkefnið er áhugavert frumkvöðlaverkefni sem hefur hlotið viðurkenningu fyrir nýsköpun og þróun í æskulýðsstarfi. Ábyrgðamaður umsóknar, Ruth, hefur þróað samvinnulíkan fyrir margbreytilega hópa barna og unglinga til að skapa umhverfi sem einkennist af virðingu fyrir margbreytileika, félagslega viðurkenningu, þátttöku allra og samvinnu. Þróunarverkefnið felst í innleiðingu hluta þess líkans í starfi með börnum og ungmennum í Þorpinu. Umsóknin er fagleg og vel rökstudd.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is