Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. febrúar. 2016 05:59

Fékk nýjan hjólastól að láni í kjölfar umfjöllunar Skessuhorns

Í Skessuhorni síðastliðinn miðvikudag var ítarlegt viðtal og frásögn þar sem sagt var frá baráttu Hjördísar Heiðu Ásmundsdóttur í Borgarnesi fyrir því að fá hjólastól úr sjúkratryggingakerfi íslenska ríkisins. Hjördís Heiða er 75% öryrki og bundin hjólastól eftir að hafa skaðast við mænurótardeyfingu þegar hún átti dóttur sína fyrir ellefu árum. Hún hefur þrátt fyrir afleiðingar þess ekki fengið hjólastól frá ríkinu, en barist ákveðið fyrir því undanfarin tvö ár. Fram að þessu hefur hún notast við gamlan stól í barnastærð, sem hún fékk að gjöf frá fyrrum nágranna. Stóllinn hentar engan veginn, hvorki að stærð né gerð og eyðileggur meðal annars föt. Í kjölfar viðtalsins í Skessuhorni sögðu fleiri fjölmiðlar frá baráttu Hjördísar Heiðu. Það vakti að vonum mikla athygli og viðbrögð. Meðal annars var réttlætiskennd Kolfinnu S Magnúsdóttur, sem býr í Reykjanesbæ, verulega brugðið. Sjálf á hún fjölfatlaða dóttur og átti af þeim sökum ónotaðan hjólastól á heimilinu sem hún getur verið án um tíma. Kolfinna ákvað strax við lestur viðtalsins í Skessuhorni að lána Hjördísi Heiðu stólinn þar til íslenska ríkið rækti skyldu sínu og skaffaði henni nýjan stól. Kolfinna gerði gott betur, því í dag kom hún við á ferð sinni í Húsafell, í Borgarnes og afhenti Hjördísi Heiðu stólinn. Hjördís Heiða er í skýjunum yfir jákvæðum viðbrögðum sem hún hefur fengið og þann mikla hlýhug sem hún hefur mætt, ekki síst frá Kolfinnu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is