Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Laugardagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. febrúar. 2016 10:37

Reiknað er með að landinn sporðrenni að minnsta kosti milljón bollum

Hávertíð íslenskra bakara nær hámarki sínu í dag á bolludaginn. Lauslegir útreikningar sýna að Íslendingar sporðrenni að minnsta kosti milljón rjómabollum í tilefni dagsins. Þó má gera ráð fyrir því að sú tala sé vanmetin í ljósi þess að bollusala hefst víða löngu fyrir bolludag í bakaríum og stórmörkuðum. Þá eru auk þess fjölmargir sem baka einfaldlega bollur heima hjá sér. Meðfylgjandi mynd var tekin í bakaríinu Brauðvali á Akranesi í morgun. Þar var stöðugur straumur af viðskiptavinum og voru þeir að kaupa þetta frá einni og upp í 20 bollur. Ingimar Garðarsson bakari í Brauðvali segir að bolluvertíðin hafi byrjað fyrr á þessu ári. Hann hafi byrjað að selja bollur fram í búð á miðvikudaginn í síðustu viku og það hafi komið sér verulega á óvart hversu vel salan tók við sér. „Það þýðir ekkert að kvarta þegar viðskiptin eru svona fjörug,“ sagði Ingimar sem nýverið enduropnaði bakaríið sitt við Skólabraut á Akranesi.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is