Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. febrúar. 2016 09:56

Þrjár stúlkur frá Akranesi í framtíðarhópi Sundsambands Íslands

Um síðustu helgi dvöldu þrjár sundkonur frá Sundfélagi Akraness í æfingabúðum með framtíðarhópi Sundsambands Íslands en hópurinn nefnist Tokyo 2020. Hann skipa efnilegustu sundiðkendur landsins og er markmið hópsins að virkja sem flesta sundmenn til að glíma við lágmörk fyrir Ólympíuleikana sem haldnir verða í Tokyo í Japan árið 2020. Til þess að vera gjaldgengur í hópinn þurfa sundmenn að ná ákveðnum lágmörkum í sínum greinum. Til æfinganna mættu um 60 einstaklingar víðs vegar af landinu. Tekið var hraustlega á því en bæði var um að ræða sund- og þrekæfingar. Auk þess hlýddi sundfólkið á fyrirlestur sem fjallaði um markmiðssetningu og sjálfstraust en slíkt er nauðsynlegt hverjum þeim sem hyggst ná árangri í sinni íþróttagrein. „Þáttakendurnir frá SA stóðu sig mjög vel á æfingunum en þeir voru: Ásgerður Jing Laufeyjardóttir, Brynhildur Traustadóttir og Eyrún Sigþórsdóttir. Þær lærðu mikið í æfingabúðunum og komu þreyttar en ánægðar heim að þeim loknum,“ segir í tilkynningu frá Sundfélagi Akraness.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is