Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. febrúar. 2016 08:01

Kirkjufell er eitt mest myndaða fjall landsins

"Því hefur oft verið fleygt fram að Kirkjufell sé mest myndaða fjall landsins. Ég gæti vel trúað því að svo sé,“ segir Einar Guðmann, ljósmyndari á Akureyri í samtali við Skessuhorn. Um nokkurt skeið hefur hann sýnt Kirkjufelli sérstakan áhuga og tekið margar myndir af fjallinu. Einhverju sinni fór Einar að velta því fyrir sér hvers vegna Kirkjufell væri jafn vinsælt myndefni og raun ber vitni. Telur hann að tiltekin ljósmynd leiki þar lykilhlutverk. Hún hafi vakið mikla athygli, farið víða og komið fjallinu á kortið á heimsvísu. „Það er ljósmynd sem Guðmundur Ó. Sigmarsson á Hellissandi tók af fjallinu 9. júlí árið 2006. Er það elsta myndin sem ég hef fundið sem er tekin með fossinn í forgrunni og fjallið í bakgrunni. Það sjónarhorn hefur síðan orðið svo vinsælt að menn koma langt að til að taka myndir af Kirkjufellinu,“ segir hann.

 

Í Skessuhorni sem kom út í dag er nánar fjallað um hið myndræna Kirkjufell við Grundarfjörð. Leiddar eru líkur að því að frægð fjallsins og formfegurð þess eigi sinn þátt í mikilli fjölgun ferðamanna hingað til lands.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is