Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Laugardagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. febrúar. 2016 04:04

NFFA æfir hið Fullkomna brúðkaup og stefnir að frumsýningu eftir páska

Leiklistarklúbbur Nemendafélags Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi æfir nú stíft fyrir uppsetningu á leikritinu Fullkomnu brúðkaupi eftir Robin Hawdon. Hallgrímur Ólafsson leikstýrir verkinu. Að sögn Hallgríms koma margir nemendur að uppsetningu sýningar, þar á meðal eru sex í hlutverkum en aðrir í öðrum verkefnum. Hann segir leikritið vera týpískan farsa. „Þetta er drepfyndinn gamanleikur um ungt fólk sem er að fara að ganga í hjónaband. Krakkarnir liggja núna sveitt og læra textann, ég lem þau áfram og tek ekki á móti kvörtunum foreldra,“ segir hann og hlær.

 

Þetta er í fyrsta sinn sem Fullkomið brúðkaup er sett upp á Akranesi. Verkið var sett upp fyrir tíu árum af Leikfélagi Akureyrar og var ári síðar sýnt í Borgarleikhúsinu. Í fyrra setti leiklistarklúbburinn upp söngleikinn Grease. Hallgrímur leikstýrði því verki einnig og voru viðtökurnar afar góðar. „Við lögðum upp með sjö sýningar en enduðum í fleiri en fimmtán. Um þrjú þúsund manns sáu Grease, sem hlýtur að vera eitthvað met,“ segir hann. Hallgrímur segir aftur vera stefnt á sjö sýningar í ár og svo komi í ljós hvort þeim verði fjölgað. Leikritið verður frumsýnt í Bíóhöllinni í byrjun apríl.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is