Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. febrúar. 2016 11:30

Margir Akurnesingar æfa með landsliðinu í badminton

Fjölmargir leikmenn Íþróttabandalags Akraness í badminton hafa verið boðaðir á landsliðsæfingar hjá Badmintonsambandi Íslands í vetur. Leikmennirnir eru fjórtán talsins, allt frá átta ára aldri upp í 25 ára. Flestir æfa með U15, eða fimm talsins. Þá eiga Skagamenn tvo fulltrúa í U-11, tvo í U-13 og þrír æfa með U-17. Auk þess er einn liðsmaður ÍA sem æfir með U-19 og einn með A-landsliðinu. Birgitta Rán Ásgeirsdóttir formaður Badmintonfélags Akraness segir hópinn vera frekar stóran í ár. „Þetta er flottur hópur og við erum stolt af því hversu mörg þau eru,“ segir Birgitta í samtali við Skessuhorn. Hún segir að aðallega sé um að ræða æfingar og tækifæri fyrir unga badmintonspilara til að spila í hóp. „Svo er valið úr og einhverjir af þeim eldri fá að keppa. Fyrir þá yngri eru þetta æfingabúðir sem krakkarnir fá að prófa. Flestar landsliðsæfingarnar eru fyrir eldri hópana en yngri krakkarnir fá að fara nokkuð reglulega á æfingar líka.“ Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir leikmaður ÍA hefur verið valin til að keppa með U-17 landsliðinu á stórmóti í vetur. „Hún fer á EM í Póllandi um páskana. Það er hópa- og einstaklingskeppni og þetta er í fyrsta sinn sem hún er valin á stórmót sem þetta,“ segir Birgitta.

 

Nánar í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is