Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. febrúar. 2016 04:01

Benedikt búálfur er býsna skemmtilegur

Á föstudagskvöldið síðasta frumsýndi leikfélagið Sv1 í Menntaskóla Borgarfjarðar leikrit Ólafs Gunnars Guðlaugssonar um Benedikt búálf. Félagið hefur frá upphafi verið mjög virkt, líklega er þetta áttunda verkið sem það setur á svið, leikrit sem gerist í tveimur víddum, annars vegar í mannheimum og hins vegar meðal álfa. Víddirnar skarast og verkið kallast á við gömlu þjóðtrúna um álfa og huldufólk þar sem aðstoð manna gat oft skipt sköpum þegar vandi steðjaði að í álfheimum. Hér takast góðu öflin á við hin illu eins og í ekta ævintýrum.

 

Það sem vekur athygli við uppfærslu Sv1 er hversu vel er að öllu staðið. Hér hefur mannskapurinn svo sannarlega unnið heimavinnuna sína. Leikmyndin er hlýleg og falleg, hana smíðuðu þau sjálf og aðal hráefnið var hænsnanet og dagblöð. Leikskrá er vönduð. Leikgervi og búningahönnun prýða sýninguna og tæknina nýtir hópurinn sér vel til að ná fram breytingum á sviði. Við þetta bætist léttleiki leikritsins og tónlist Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar sem gefur því fegurð. Sviðssetningin er skemmtileg, sviðið vel nýtt og hópurinn fagmannlegur undir leikstjórn Stefáns Benedikts Vilhelmssonar.

Leikfélagið Sv1hefur greinilega metnað og það er það sem til þarf. Hér má ekki gleyma að minnast á hina mikilvægu hliðarlínu. Það eru margir sem koma að uppsetningu leikverka og þeir standa ekki allir á sviðinu. Hvað frammistöðu einstaka leikara varðar er erfitt um vik að nefna nöfn, en áberandi var hversu vel var valið í hlutverkin og hversu sterkan svip einstaklingarnir náðu að setja á persónur sínar og gera þær skemmtilegar. Túlkunin var sterk og texti var skýrt fram borinn svo allir heyrðu. Gervi var sannfærandi og marglitt og hæfði verkinu vel. Í salnum var hugað sérstaklega að heiðurgestum sýningarinnar, þ.e. börnunum, sem fengu að liggja á dýnum og púðum fyrir framan sætaraðirnar þar sem þau sáu vel allt sem fram fór. Í lokin var krökkum leyft að nálgast leikarana og láta taka myndir af sér með þeim. Svona eiga leikuppfærslur að vera, settar fram af andagift og áhuga. Ef maður leggur sig fram verður árangurinn góður, svoleiðis er það í ævintýrunum og þannig eru töfrar lífsins. Þess vegna er hann Benedikt búálfur Menntaskóla Borgarfjarðar til sóma.

 

Guðrún Jónsdóttir. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is