Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. febrúar. 2016 01:00

Kvæðamannafélagið Snorri formlega stofnað

Síðastliðinn laugarag var í Reykholti stofnað kvæðamannafélagið Snorri á Vesturlandi. Gengu 23 í félagið á stofnfundi. Félagar úr kvæðamannafélaginu Árgala á Selfossi komu og lögðu sitt af mörkum til stofnunarinnar. Hófst fundurinn í kirkjunni þar sem séra Geir Waage sagði frá Reykholtsstað en að því loknu talaði Bjarni Guðráðsson og sagði frá kirkjunni og byggingu hennar. Æfðar voru þrjár stemmur við lagboða eftir Jónas Jónasson frá Torfmýri, Gísla Ólafsson og Sigurð Breiðfjörð. Sigurður Guðjónsson frá Árgölum ávarpaði samkomuna og las kvæði eftir Björn Björnsson frá Hvammstanga. Síðan var gengið til Snorrastofu og tekið til við hinn formlega stofnfund. Bjarni Guðráðsson var skipaður fundarritari en Hjörtur Þórarinsson fundarstjóri.
Var minnst þeirra Jakobs á Varmalæk og Sveinbjarnar Beinteinssonar og kveðnar örfáar vísur eftir hvorn þeirra. Einnig kváðu þau Þórður Brynjarsson og Kolfinna Sjöfn Ómarsdóttir sem fulltrúar ungu kynslóðarinnar. Kosningar fóru svo þannig undir röggsamlegri stjórn fundarstjóra að Anna Lísa Hilmarsdóttir var kjörin formaður, Margrét Eggertsdóttir gjaldkeri og Helgi Björnsson ritari. Þórður Brynjarsson var kjörinn stemmuhirðir og Þórdís Sigurbjörnsdóttir vísnahirðir. Í varastjórn eru Brandur Fróði Einarsson, Óskar Halldórsson og Guðmundur B. Gíslason.


Að lokum tók Þórdís Sigurbjörnsdóttir til máls um ,,fundarstjórn forseta“ eins og nú er í tísku og sagði:

 

Sá hefur góðar gætur
gegnlýsir aðstæður.
Svo félagið komist á fætur
forðast skal umræður.
 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is