Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Laugardagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. febrúar. 2016 08:01

„Ég er nokkuð viss um að ég verð sá eini á landinu sem framleiðir lífrænt pasta“

Mathieu Zevenhuisen er kokkur og framkvæmdastjóri á Hótel Grábrók sem rekið er í gamla Hreðavatnsskála í Borgarfirði. Þar eru gistirými fyrir 26 manns í sex herbergjum. Tvö þeirra eru svefnrými ætluð bakpokaferðalöngum en hin eru hefðbundin herbergi. Einnig á hótelið sumarbústað sem leigður er út. Í skálanum eru sæti fyrir 70 matargesti og einnig lítil búð. Þar hefur hann til sölu heimagert pasta sem hefur vakið nokkra athygli á undanförnum misserum.

 

Mathieu tekur á móti blaðamanni í dyragættinni að morgni fimmtudags og býður honum upp á kaffi. „Veldu þér eitur,“ segir hann og bendir brosandi á kaffivélina. „Ég þarf að byrja á að gefa hænunum, svo getum við rætt saman,“ segir Mathieu.

Í hænsnakofanum eru á þriðja tug hæna og fjórir hanar. Öll eggin sem þarf til matargerðar á Hótel Grábrók eru sótt í hænsnakofann á bakvið. Rímar það vel við alla matargerð Mathieu. „Allt sem hægt er að búa til á staðnum bý ég til á staðnum. Ég baka brauð á hverjum morgni yfir sumartímann og pastað er allt búið til frá grunni hér í eldhúsinu,“ segir hann. Einnig kappkostar hann við að sækja hráefni til framleiðenda í nágrenninu. „Markmiðið er að elda eins mikið og mögulegt er úr ferskum afurðum,“ segir hann. „Kjötið fæ ég frá Mýranauti og ég hlakka mikið til að fá tómata og grænmeti úr Reykholti,“ bætir hann við.

 

Í Skessuhorni vikunnar er rætt við Mathieu Zevenhuisen á Hótel Grábrók sem hyggst færa út kvíarnar í pastagerðinni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is