Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. febrúar. 2016 09:01

„Nemendur eiga að fá að taka ríkari þátt í að skapa sína vegferð“

Eins og Skessuhorn greindi frá í síðustu viku hefur Hlöðver Ingi Gunnarsson verið ráðinn skólastjóri Auðarskóla í Búðardal. Mun hann taka við þeirri stöðu við upphaf næsta skólaárs. Undanfarinn vetur hefur hann starfað sem skólastjóri Grunnskóla Borgarfjarðar í fjarveru Ingibjargar Ingu Guðmundsdóttur, sem er í árs leyfi. Þar áður var hann deildarstjóri GBF á Varmalandi frá árinu 2012.

Hlöðver lærði heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði (HHS) við Háskólann á Bifröst og lauk meistaraprófi í evrópufræðum við sama skóla. Þegar hann var að klára meistararitgerðina segist hann hafa tekið kennsluréttindin í Háskólanum í Reykjavík, Ég gekk alltaf með kennarann í maganum,“ segir Hlöðver; „var aðstoðarkennari á Bifröst einn vetur og hafði mjög gaman af. Úr var að ég réði mig til Þórshafnar á Langanesi og var þar umsjónarkennari í tvö ár áður en ég kom hingað á Varmaland,“ bætir hann við.

 

Aðspurður hvernig það kom til að hann sótti um sem skólastjóri Auðarskóla segir hann að það hafi að mörgu leyti verið eðlilegt skref að stíga. „Staðan hér sem skólastjóri GBF er náttúrulega bara í afleysingum til eins árs og kannski má líta á hana sem undirbúning til að taka við svona verkefni. Mig var að minnsta kosti farið að klæja í fingurna að gera það,“ segir hann og kveðst spenntur að taka við skólastjórastöðunni í Búðardal. Þar hafi gott starf verið unnið á síðustu árum. „Þar hefur ríkt mikill metnaður á undanförnum árum og skólinn er að mörgu leyti mjög framarlega. Skólinn hefur gert vel í að innleiða teymiskennslu í grunnskólann og er langt kominn með að innleiða nýja aðalnámskrá. Það gefur mörg tækifæri til vinna að einstaklingsmiðuðu námi,“ segir hann og kveðst um margt hafa litið til Auðarskóla á liðnum árum. Þaðan hafi hann til dæmis fengið að láni hugmyndir að teymiskennslu og verið að innleiða í GBF. „Svo er þetta sveitaskóli og samfélagskúltúr sem ég vil gjarnan taka þátt í, komandi úr sveit sjálfur,“ segir Hlöðver, en hann er uppalinn í Kjós og gekk í Ásgarðsskóla upp í 7. bekk, áður en hann fór í Klébergsskóla á Kjalarnesi. Hann er hefur því kynnst minni grunnskólum sem kennari, nemandi og stjórnandi.

 

Nánar er rætt við Hlöðver Inga Gunnarsson, nýráðinn skólastjóra Auðarskóla, í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is